Nýjungar í jarðrækt og jarðvegstilraunum

Endurmenntunarnámskeið fyrir Félag raungreinakennara

Námskeiðið er ætlað þeim sem kenna raungreinar í framhaldsskólum um land allt sem og öðrum
áhugasömum framahaldsskólakennurum.

Á námskeiðinu verður farið í grunn virkni íslensks jarðvegs og hvaða eiginleikar hans hafa áhrif á bindingu og losun kolefnis. Einnig verður skoðað hlutverk jarðvegs og gróðurs í vatnsfræðilegum ferlum og horft á aðra möguleika til kolefnisbindingar, s.s. endurheimt vistkerfa og skógrækt og jafnframt áhrif utanaðkomandi þátta á ferlin.

Jafnframt verður skoðað hvernig jarðvegur er undirstaða undir matvælaframleiðslu, svo sem kornrækt og möguleikar til að auka þá ræktun hérlendis. Jarðvegsstofa LbhÍ verður heimsótt og farið í gegnum hvaða þætti verið er að rannsaka í íslenskum jarðvegi og möguleika sem fyrir hendi eru. Einnig verða jarðræktartilraunir á Hvanneyri heimsóttar, þar sem grunnatriði jarðræktar eru kynnt og skoðað hvaða rannsóknir eru í gangi,
einkum á sviði kornræktar.

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að vera betur læsir á jarðveg og virkni þeirra ferla sem honum tengjast. Jafnframt að þátttakendur geti yfirfært þekkingu námskeiðsins inn í eigin kennslu, verklega,
fræðilega og verkefnalega. 

Á Keldnaholti og Hvanneyri eru mjög góð mötuneyti þar sem hægt er að kaupa heitan hádegisverð á hagstæðu verði. Í boði eru súpa, brauð og salat, heitur réttur og vegan réttur. 

Kennsla: Fjölmargir sérfræðingar (sjá dagskrá hér fyrir neðan)

Tími: Mið. 1. júní hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og fim. 2. júní hjá LbhÍ á Hvanneyri

DAGSKRÁ

Miðvikudagur 1. júní 2022          Hjá LbhÍ á Keldnaholt Árleyni 22 í Reykjavík

9:00-10:30        Eldfjallajarðvegur – Ólafur Gestur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
10:30-10:50         Kaffi
10:50-12:15       Vatn í jarðvegi og vistkerfum – Berglind Orradóttir aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ
12:15-12:50         Hádegisverður
12:50-13:50       Endurheimt vistkerfa – Ása Lovísa Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
13:50-15:00      Votlendi – Sunna Áskelsdóttir verkefnastjóri hjá Landgræðslunni
15:00-15:20         Kaffi
15:20-16:20        Jarðvegsgreiningar – María Svavarsdóttir verkefnastjóri jarðvegsstofu Keldnaholti og
                         Sólveig Sanchez doktorsnemi hjá LbhÍ
16:20-17:00        Heimsókn í jarðvegsstofu LbhÍ á Keldnaholti

Fimmtudagur 2. júní 2022          Hjá LbhÍ á Hvanneyri í Borgarfirði

08:00                Brottför frá Keldnaholti (rútuferð Keldnaholt- Hvanneyri)
09:15-10:30        Skógræktartilraunir og binding kolefnis í skógi – Páll Sigurðsson brautarstjóri í skógfræði hjá LbhÍ
10:30-10:50         Kaffi
10:50-12:20        Hlýnandi jarðvegur  – Páll Sigurðsson brautarstjóri í  skógfræði hjá LbhÍ
12:20-13:00         Hádegisverður
13:00-14:30        Jarðræktarrannsóknir, ræktun á korni – Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ
14:30-14:50         Kaffi
14:50-16:00        Vettvangsferð – jarðræktartilraunir á Hvanneyri skoðaðar undir leiðsögn Hrannars Smára
16:00-17:00        Heimferð (rútuferð Hvanneyri-Keldnaholt)

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.