Bóklegt námskeið í plægingum og áburðardreifingu

– Haldið í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands – 

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og skipulag plægingar, sem og þeim sem vilja bæta áburðargjöf og nýtingu áburðarefna.

Fyrir hádegi eru leiðir til betri plægingar eru skoðaðar. Farið er yfir helstu stillingar og stærðir varðandi plóg og dráttarvél, einnig eru byrjanir og uppmælingar fyrir teigplægingu teknar fyrir.

Eftir hádegi er farið yfir áburðaráætlanir sem eru grunnurinn að góðri og nýtingu áburðarefna en til þess að hún nýtist sem best þarf áburðurinn að lenda í réttu magni á réttum stað á túninu og huga að ýmsum þáttum varðandi dreifinguna sjálfa s.s. greiningu áburðar, stillingar dreifar og dráttarvéla, jaðardreifing og GPS búnaður.

Námskeiðið er bóklegt og lengd á námskeiði 6 klst.

Hámarksfjöldi þátttakenda eru 20 og lágmarksfjöldi 12 manns.

Kennari: Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: Þriðjudagurinn 12. apríl kl. 9 – 16

Staður: Á Stóra-Ármóti 803 Selfossi

Verð: 33.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, kaffi og léttur hádegisverður)

Hagnýtar upplýsingarMinnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands (www.bondi.is)

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.