Plægingarnámskeið

– verklegt – 

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og læra að stilla saman plóg og dráttarvél.

Dráttarvél og plógur og stillt saman. Farið yfir allar helstu stillingar og atriði sem skipta máli í þessu sambandi. 

Kennsla er verkleg og lengd námskeiðs 3 klst. Hámarksfjöldi þátttakenda 20 og lágmarksfjöldi 12.

Í samstarfi við búnaðarsambönd er hægt að óska eftir því að fá námskeiðið um allt land með því að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið endurmenntun@lbhi.is eða hringja í síma 433 5000. Viljum við benda á að hægt er að halda námskeið í plægingum og námskeið í áburðardreifingu sama dag og nýta þannig sérfræðiþekkingu
Hauks Þórðarsonar til hins ítrasta.

Kennsla: Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: Hálfur dagur, eða 3 klst.

Verð: Ræðst af fjölda þátttakenda og verði haldið í lágmarki

Hagnýtar upplýsingarMinnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands (www.bondi.is)

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.