Plægingar

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar.

Leiðir til betri plægingar eru skoðaðar. Farið er yfir helstu stillingar og stærðir varðandi plóg og dráttarvél, einnig eru byrjanir og uppmælingar fyrir teigplægingu teknar fyrir.

Kennsla er bæði bókleg og verkleg.

Kennsla: Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: Einn dagur frá kl. 10:00-16:00.

Hægt er að óska eftir því að fá námskeiðið um allt land, hafið samband; endurmenntun@lbhi.is

Verð: 23.500 kr

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.