Plöntunotkun - Tré og runnar

– 6 ECTS eininga námskeið – 

Umsókn

Á námskeiðinu er fjallað um helstu tegundir trjáa- og runna, auk nokkurra fjölærra plantna sem notaðar eru til uppbyggingar grænna svæða s.s. í borgar- & útivistarskógum, skógarjöðrum og skjólbeltum á Íslandi. Farið er í gegn um grasafræðilega flokkun þeirra og heiti, útlitseinkenni og hvernig skuli greina þær til tegunda. Nemendur öðlast góða þekkingu á plöntum út frá atriðum eins og stærð og vaxtarlagi, kröfur til vaxtarskilyrða og harðgerði (umhverfisþoli).

Áhersla verður lögð á þætti eins og tegundaval og samspil tegunda, og hina ýmsu eiginleika og áhrif sem plöntur hafa,  t.d. með tilliti til útivistargildis, mismunandi gróðursamfélaga, endingu og umhirðu og þols gagnvart átroðningi. Einnig verður sérstaklega tekin fyrir plöntunotkun með tilliti til rýmismyndunar og fagurfræðilegrar uppbyggingar, t.d. í almenningsgörðum og útivistarskógum.

Námið er kennt í staðnámi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hluti fyrstu kennsluviku fer í vettvangsferðir og er skyldumæting í þær. Námsmat byggir á framlögðum verkefnum, lesverkefnum og umræðum sem og skriflegu prófi sem gildir 45%.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.

Námskeiðið er á BS stigi og metið til 6 ECTS eininga. Stundaskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér: UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 03.61.03 PLÖNTUNOTKUN I – Tré og runnar (lbhi.is)

Kennarar: Samson Bjarnar Harðarson lektor í landslagsarkitektúr við LBHÍ og
Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir brautarstjóri í Skógfræði við LBHÍ

Tími: Kennsla hefst formlega 21. ágúst og lýkur 6. október

Verð: 54.000 kr.

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.