Umsókn
– Haldið í samstarfi við Sölufélag garðyrkjubænda, Bændasamtök Íslands og HortiAdvice –
Plöntuverndarvörur eru notaðar í hvers kyns ræktun í dag, s.s. á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjablöndum, en einnig til að halda gróðri í skefjum á gróðurlausum svæðum.
Á þessu námskeið verður farið yfir þá þróun sem er á plöntuverndarvörum á markaðnum í heiminum í dag. Fleiri og fleiri efni sem notuð eru gegn skaðvöldum á plöntum í landbúnaði og garðyrkju eða stýra vexti plantna eru að missa markaðsleyfi og þau efni sem koma ný inn á markaðinn krefjast breyttrar hugsunar af hálfu neytenda.
Efnin hafa því ekki sömu virkni og hefur tíðkast og krefjast svo dæmi séu nefnd breyttri hugsun í úðunartækni, tíðni á úðunum, vökvamagn og annað slíkt.
Þátttakendur munu öðlast aukna þekkingu á virkni og nýtingu á þeim nýju tegundum af plöntuverndarvörum sem koma inn á markaðinn, og hvernig tryggja á besta mögulega útkomu við úðun, dreifingu og skömmtun á plöntuverndarvörum. Einnig verður farið yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni og hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga.
Námskeiðið hentar öllum sem eru ´hverskyns ræktun í dag, s.s. á korni, matjurtum, grænmeti, blómum, og ávöxtum, sem og vel öllum sem eru faglegir notendur plöntuverndarvara eða eru með
notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju.
Kennari á námskeiðinu er Fríða Helgadóttir garðyrkjuráðunautur hjá fyrirtækinu HortiAdvice í Danmörku. Fríða er með meistaragráðu í landbúnaði frá Kaupmannahafnarháskóla og BS gráðu frá sama skóla. Fríða hefur starfað hjá HortiAdvice frá 2018 auk þess sem hún hefur verið eini starfandi garðyrkjuráðunauturinn á vegum Sölufélags garðyrkjubænda (SFG) og verið í góðu samstarfi við íslenska garðyrkjubændur um árabil.
HortiAdvice er einkarekið fyrirtæki sem starfar við ráðgjöf, rannsóknir og þróun í garðyrkju og veitir m.a. ráðgjöf varðandi útiræktun á grænmeti og ávöxtum og ylræktun á grænmeti, blómum og pottaplöntum.
Tími: Námskeið væntanlega haldið næst haust 2024
Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík
– Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið –
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590