Í pottinn búið

Almennar upplýsingar um námið

Í pottinn búið – námskeið um pottaplöntur, ræktun, umhirðu og umhverfiskröfur

Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Námskeiðið er öllum opið og henntar öllum sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum.

Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun.

Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.

Kennsla: Frændsystkinin Hafsteinn Hafliðason sérfræðingur og Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur

Tími: Laugardaginn 21.mars kl 10-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi

Námskeiðið frestast um óákveðinn tíma vegna stöðu mála á landinu í tengslum við COVID-19

Verð: 15.800kr (Námsgögn, hádegismatur og efni innifalið)

Skráning til 16. mars.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Reiðmaðurinn

Grænni skógar I og II

Endurheimt staðargróðurs

Framkvæmdir á áfangastöðum

Innviðir ferðamannastaða

Sauðfjársæðingar

Trjáfellingar og grisjun

Viðhald göngustíga

Aðventuskreytingar

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Reykir - 810 Hveragerði

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Skrá mig
á póstlista

Share This