Reaktívir hundar gagnvart öðrum hundum (Dog reactivity)

– Námskeið með atvinnuhundaþjálfaranum Meghan Oesch frá Kanada –

Umsókn

– Fullt í alla hópa en hægt að skrá sig á fyrirlestur Meghan um reaktíva hunda –

Dog Reactivity lýsir sér þannig þegar hundur bregst við áreiti frá öðrum hund. Dæmi um viðbrögð eru gelt/hræðsla/árásagirni/tog í taum/æsingur og margt, margt fleira.
Kenndar eru æfingar til að æfa hundana til að vera rólegri í aðstæðum sem eru vanalega erfiðar fyrir þá. Námskeiðið er fyrir hundaeigendur sem vilja bæta samskiptafærni hundsins síns. Aðstæðum á námskeiðinu er stýrt af fagaðila sem hefur gríðarlega reynslu af því að lesa og vinna með þessi vandamál. 

Á hverju námskeiði eru 4 hundar í einu og unnið með að víkka þægindaramma hundsins gagnvart öðrum hundum. Námskeiðið er einstaklingsmiðað fyrir hvern hund.

Kennari á námskeiðinu er Meghan Oesch viðurkenndur atvinnuhundaþjálfari frá Kanada og hún kemur til landsins í febrúar til þess að kenna á námskeiðinu og þjálfa íslenska hundaeigendur. Hún hefur starfað sem hundaþjálfari í rúmlega áratug. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og unnið til verðlauna . Hún tekur þátt í hlýðniprófum og sérhæfir sig í vandamálahundum sem og lögreglu- og varnarhundum (protection dogs). Meghan er dómari í Rallý hlýðni fyrir kanadíska Kennelklúbbinn og hefur náð stórkostlegum árangri í þjálfun verndarhunda/shutzhund (protection dogs) og „dock diving“.

Meghan aðlaðar þjálfunaraðferðir eftir þörfum hunds. Hún trúir að engin ein aðferð virkar á alla hunda því þeir eru allir mismunandi. Fyrsta áratug hennar sem þjálfari vann hún með gæludýrahundum að bæta hlýðni, keppa í hundasportum og hegðunarvandamálum en síðustu ár hefur hún fært sig yfir í að þjálfa lögregluhunda. 

Á námskeiðinu fær hver þátttakandi klukkustund til að vinna með hundinum sínum í þrjú skipti, samtals 3 klukkustundir.
– Ath. aðeins 4 komast að á hvert verklegt námskeið 

 Einnig er í boði að skrá sig eingöngu á fyrirlestur Meghan um hlýðni og taka þátt í bóklegu fræðslunni í gegnum Teams. Þátttakendur fá þá sendan Teams hlekk 1-2 dögum áður en námskeiðið hefst. 

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. 

Kennari: Meghan Oesch atvinnuþjálfari frá Kanada

Staður: Reiðhöll Hamraenda 14 í hesthúsahverfi Spretts.

Tími: Fyrirlesturinn er haldinn laugardaginn 17. febrúar kl. 19-22 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22
Hægt er að velja um að mæta í húsnæði LBHÍ eða taka þátt í fyrirlestrinum á Teams.
 

Hópur I:  Sun. 18. feb. kl. 19-20, þri. 20. feb. kl. 19-20 og fim. 22. feb. kl. 15-16 í reiðhöll Hamraenda 14 í hesthúsahverfi Spretts, sjá nánar hér.
Hópur II:  Sun. 18. feb. kl. 20-21, þri. 20. feb. kl. 20-21 og fim. 22. feb. kl. 16-17 í reiðhöll Hamraenda 14 í hesthúsahverfi Spretts, sjá nánar hér.
Hópur III:  Sun. 18. feb. kl. 21-22, þri. 20. feb kl. 21-22 og fim. 22. feb. kl. 17-18 í reiðhöll Hamraenda 14 í hesthúsahverfi Spretts, sjá nánar hér.

Verð verklegs og bóklegs námskeiðs: 30.000 kr. – innifalið í verði er verkleg og bókleg kennsla og kaffi 
Verð fyrirlesturs/fræðsluerindis: 5.000 kr. – innifalið í verði er kennsla og kaffi fyrir þá sem skrá sig á staðfund 

Athygli er vakin á að flest stéttarfélag styðja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið

Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og skilmála 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.