Reiðnámskeið með Benedikt Líndal

Almennar upplýsingar um námið

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn í eðli og atferli hrossa og nái hæfni til að beita viðurkenndum aðferðum í reiðmennsku með vinnu út frá tölti.

Námskeiðið er í bland bókleg kennsla og verkleg kennsla. Í verklegri kennslu vinnur hver nemandi með eigið hross, bæði í pörum, sem einstaklingur og sem áhorfandi án hests. Í bóklegri kennslu verður farið yfir ýmsar æfingar út frá mismunandi nálgun og gerðum hesta, einnig verða verklegu æfingarnar sem hver og einn gerir skoðaðar sérstaklega.

Fyrri dag námskeiðsins vinna nemendur í pörum í 50 mín í senn, hvert par tvisvar yfir daginn. Seinni daginn er unnið með einstaklingstíma í 40 mín í senn. Inn á milli er bókleg kennsla.

Fjöldi nemenda verður takmarkaður og því ættu nemendur að fá mikla beina þjálfun en námskeiðið er byggt þannig upp að nemendahópurinn sé á staðnum allan námskeiðstímann. Hver nemandi mætir með eitt hross og tilsvarandi reiðtygi.

Kennsla: Benedikt Líndal tamningameistari

Tími: Í boði eru tvö námskeið:

I: Lau. 2. maí, kl. 9:00-18:00 og sun. 3. maí, kl. 9:00-17:00 hjá LbhÍ á Miðfossum í Borgarfirði.

II: Lau. 9. maí, kl. 9:00-18:00 og sun. 10. maí, kl. 9:00-17:00 hjá LbhÍ á Miðfossum í Borgarfirði.

Verð: 33.000kr

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Reiðmaðurinn

Grænni skógar I og II

Endurheimt staðargróðurs

Framkvæmdir á áfangastöðum

Innviðir ferðamannastaða

Sauðfjársæðingar

Trjáfellingar og grisjun

Viðhald göngustíga

Aðventuskreytingar

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Reykir - 810 Hveragerði

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Skrá mig
á póstlista

Share This