Samgönguskipulag

– 4 ECTS eininga námskeið á meistarastigi –

Umsókn

Námskeiðinu er ætlað að skapa þekkingu á forsendum samgönguskipulags og áhrifum samgöngukerfa á umhverfi okkar, daglegt líf og byggðamynstur til að nemendur séu færir um að tengja samgönguskipulag við aðra þætti skipulags. 

Fjallað verður um samgönguskipulag, bakgrunn og aðferðafræði er varðar samgöngukerfi á landi, á sjó og í lofti með áherslu á íslensk samgöngukerfi. Í því felst að farið er yfir helstu ferla í samgönguskipulagi, forsendur og áhrifaþætti, meðal annars tæknilega, hagræna, félagslega, fagurfræðilega og lagalega. Áhrif á umhverfi verða rædd, samspil samgöngukerfa og byggðaþróunar, hreyfanleika, fólksflutninga og vöruflutninga, umferðarsköpun, ferðatilgang og áfangastaði.

Sérstaklega verður rætt um gatnakerfi og stígakerfi og tæknileg atriði við uppbyggingu þeirra og skipulag, og yfirlit gefið yfir mikilvægustu aðferðir sem notaðar eru við öflun gagna og greiningu þeirra við undirbúning samgönguskipulags, svo sem samanburð valkosta, líkön og spár. Einnig er farið yfir umferðaröryggi í ljósi skipulags, nýjar hugmyndir, sjálfkeyrandi bíla og framtíðarsýn.

Kennarar á námskeiðinu eru Erna Bára Hreinsdóttir og Harpa Stefánsdóttir prófessor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands

Námsmat er verkefni sem gildir 40% og munnlegt lokapróf sem gildir 60%. 

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið er á meistarastigi og metið til 4 ECTS eininga

– ath. námskeiðslýsing getur tekið breytingum – 

Stundaskrá verður birt í ágústlok/byrjun september

Tími: Námskeiðið er á seinni haustönn, 17. október – 29. nóvember 

Verð: 44.o00 kr.

– Við vekjum athygli á að hægt er að um sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiðum á háskólastigi –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.