Samgönguskipulag

– 4 ECTS eininga námskeið á meistarastigi –

Umsókn

Námskeiðið veitir innsýn inn í  mismunandi þætti samgangna, einkum í þéttbýli, og hlutverki þéttbýlis- og samgönguskipulags við að stuðla að sjálfbærri þróun. Fjallað er um hvernig löggjöf, reglugerðir og stefnumarkanir á Íslandi taka á samgöngutengdum málefnum með það að markmiði að m.a. stuðla að skilvirkum
samgöngum og umhverfisvænum lausnum.
Áhersla er lögð á landnotkun sem drifkrafti í þróun þéttbýlis, svæða og samgöngukerfa.

Farið er inn á hvernig samræmd stefna um húsnæðisuppbyggingu-, landnotkun- og samgönguáætlun getur stuðlað að sjálfbærri nýtingu lands, umhverfisvænni samgöngukerfum og hagkvæmni í samfélaginu. Þannig getur skipulag þéttbýlis dregið úr þörf fyrir samgöngur og gert íbúum kleift að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur
fyrir flestar ferðir.

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi meginþætti:
1) Samgönguskipulag m.a. samgöngumátaval, gerð byggðar og landnotkun
2) Stefnumörkun og reglugerðir tengdar samgöngum
3) Umbreytingar og hvatar til að stuðla að vistvænni samgönguháttum og sjálfbærri þróun í þéttbýli.

Námskeiðið er á seinni haustönn og er fyrsti kennsludagur fös. 25. okt. kl. 9-12 og síðasti kennsludagur fös. 29. nóv. kl. 9-12. Tímar fara yfirleitt fram á Teams og hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrum á kennsluvefnum.
Skyldumæting er í 2 staðlotur sem eru 1. nóv. kl. 13-17 þar sem farið er í vettvangsferð og 22. nóv. kl. 9-12.

Kennari er Harpa Stefánsdóttir prófessor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands en auk þess koma fjölmargir gestakennarar að námskeiðinu.

Námsmat er verkefni sem gildir 70% og kynning á verkefni sem gildir 30%. 

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Námskeiðið er á meistarastigi og metið til 4 ECTS eininga

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík og fyrirlestra má sækja á Teams

Tími: Námskeiðið er á seinni haustönn, fyrsti kennsludagur er fös. 25. okt. og síðasti kennsludagur fös. 29. nóv.
Ath. skyldumæting er í staðlotur, sjá hér fyrir ofan. 

Verð: 44.o00 kr.

– Við vekjum athygli á að hægt er að um sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiðum á háskólastigi –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.