Nýjungar í veirufræði

Almennar upplýsingar um námið


Nýjungar í veirufræði

– Líffræði og þróun mismunandi veira, nýjar veirusýkingar og glíma við heimsfaraldur –

Haldið í samstarfi við Samlíf, samtök líffræðikennara og Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF)

Námskeiðið er ætlað þeim sem kenna líffræði í framhaldsskólum landsins og eru félagar í Samlíf, samtökum líffræðikennara.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn inn í heim veirufræðinnar, líffræði mismunandi veira og þróun þeirra. Að þátttakendur fái innsýn inn í þær rannsóknir sem unnar eru í dag á sviði veirufræði og aðferðir sem beitt er til greininga á veirum, stærðargráðu veiruríkisins, þróun nýrra veirusýkinga í heiminum í dag.

COVID-19 hefur beint sjónum manna að þeirri ógn sem stafar af veirusýkingum, ógn við líf og heilsu manna, daglegt líf og efnahagslífið. Námskeiðinu er því ætlað að auka þekkingu og færni líffræðikennara í að fræða nemendur í framhaldsskólum um heim veirufræðinnar, byggingu veira, samsetningu og þroska, og tengja veirufræðina við samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. 

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta yfirfært þekkingu námskeiðsins inn í eigin kennslu, verklega, fræðilega og verkefnalega.

Fyrirlesarar: Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor og yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalanum, Erna Magnúsdóttir dósent við læknadeild HÍ, Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, Ólafur S. Andrésson prófessor í erfðafræði við HÍ og
Valgerður Andrésdóttir deildarstjóri á Tilraunastöð HÍ í meinafræðum. 

Vettvangsferðir: Lífvísindasetur HÍ: Kynning á nýjustu tækni og aðferðum á sviði sameinda- og lífvísinda og
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala: Kynning á rannsóknum í veirufræði og nýtt veirugreiningartæki skoðað.

Nánari dagskrá hér fyrir neðan.

Tími: Mið. 2. júní til fös. 4. júní 2021, kl. 9:00-16:00 í Öskju, náttúrufræðihúsi hjá Háskóla Íslands, Menntaskólanum við Sund og vettvangsferðir

Verð: 6.000 kr – Vinsamlegast greiðið skráningar- og staðfestingargjald beint inn á reikning hjá Samlíf
 0311-26-001676 – kt. 610284-1169– 
Í innskráningarferlinu hakið þið við “krafa send í heimabanka” og í framhaldinu gangið þið sjálf frá greiðslu skráningargjalds með því að millifæra á reikning Samlífs. Endurmenntun mun ekki senda reikning eða taka við greiðslum, og því ber ekki að greiða með greiðslukorti.

Umsókn

Dagskrá 

2. júní 2021 Askja HÍ, stofa N-132

9:00-10:15         Inngangur að veirufræði og uppbygging veira – Ólafur S. Andrésson
10:15-10:30         Kaffi
10:30-12:00       Um samsetningu og þroskun veira –  Ólafur S. Andrésson
12:00-12:30        Hádegismatur – Norræna húsið: Grænmetissúpa og brauð
12:30-14:00       Stærðargráður veiruríkisins – Arnar Pálsson
14:00-14:15        Kaffi
14:15-16:00       Erfðafræði og þróun veirunnar sem veldur Covid-19 – Arnar Pálsson

3. júní 2021 Askja HÍ, stofa N-132 og vettvangsferð á starfsstöð Lífvísindaseturs HÍ

9:00-10:15         Veirur í dýrum, af hverju skipta þær máli? –  Jón Magnús Jóhannesson
10:15-10:30         Kaffi
10:30-12:00       Nýjar veirusýkingar, vaxandi ógn á heimsvísu – Jón Magnús Jóhannesson
12:00-12:30         Hádegismatur – Norræna húsið: Grænmetisréttur
12:30-14:00       Að glíma við heimsfaraldur – Jón Magnús Jóhannesson
14:00-14:15         Kaffi
14:30-16:00       Lífvísindasetur HÍ – Sigríður Klara Böðvarsdóttir forstöðumaður kynnir nýjustu tækni og aðferðir á sviði sameinda- og lífvísinda og aðstöðu Lífvísindaseturs HÍ í Öskju

4. júní 2021 Menntaskólinn við Sund í stofunni Bjarmaland og Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans Ármúla 1

9:00-10:15         Hæggengar veirusýkingar (MVV og HIV) –  Valgerður Andrésdóttir
10:15-10:30         Kaffi
10:30-12:00       Aðferðir til að greininga á veirum –  Erna Magnúsdóttir
12:00-12:30         Hádegismatur – Matur frá Krúsku: Veganlasagne með salati, rauðrófum og pestó
12:30-14:00       COVID-19 og ónæmissvar – Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans
14:00-14:30         Þátttakendur koma sér á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, Ármúla 1
14:20-16:00       Sýkla- og veirufræðideild Landspítala Ármúla 1 (SVEID) – kynning á rannsóknum í veirufræði og nýtt veirugreiningartæki skoðað. Þátttakendum verður skipt upp í þrjá hópa og fá hóparnir 20 mínútna kynningu á nýju veirugreiningartæki, hver á eftir öðrum. Gunnsteinn Æ. Haraldsson aðstoðardeildarstjóri sýnir nýja tækið og kynnir veirufræðideildina. Hópur I mætir kl. 14.20 í Ármúla 1, 1. hæð og fer að henni lokinni í fundarherbergi. Hópur II og III mæta kl. 14.30 í Ármúlann, hópur II fær kynningu kl. 14.40 og hópur III fær kynningu kl. 15.00. Allir hóparnir sameinast í fundarherbergi eftir að hafa skoðað tækið.
Endurmenntun LBHÍ veitir Landspítala upplýsingar um nöfn og kennitölur þátttakenda í hverjum hópi fyrir sig. Allir þurfa að vera með andlitsgrímur, spritta sig vel, gæta að fjarlægðarmörkum (1m) og virða allar sóttvarnarreglur.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.