Fæðuöryggi og matvælaframleiðsla á Íslandi

Almennar upplýsingar um námið

Matvælaöryggi og matvælaframleiðsla á Íslandi
– Staðan í dag og horft til framtíðar –

Haldið í samstarfi við Samlíf – samtök líffræðikennara á Íslandi og Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF)

Námskeiðið er ætlað þeim sem kenna líffræði í framhaldsskólum landsins og eru félagar í Samlíf, samtökum líffræðikennara.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn inn í þann heim sem nær yfir matvælaframleiðslu á Íslandi (að undanskyldum sjávarútvegi). Að þáttakendur kynnist framleiðsluferli á helstu matvælum hér á landi og þróunarvinnu þar að lútandi. Að þátttakendur fái innsýn inn í þær rannsóknir sem unnar eru í dag á sviði matvælaframleiðslu. Að þáttakendur fái kynningu á tengingu matvælaframleiðslunnar við ýmsa umhverfisþætti eins og t.a.m. kolefnisfótspor framleiðslunnar. Að þátttakendur fái haldbæra þekkingu á ýmsum þáttum sem snúa að fæðuöryggi á Íslandi og geti tekið hana með sér inn í eigin kennslu, bæði með eflingu á fyrirlestrum, verkefnum og ekki síst verklegri kennslu.
Hvernig er staðan á Íslandi þegar kemur að matvælaframleiðslu og fæðuöryggi í samanburði við önnur lönd. Hvar stöndum við þegar kemur að eigin framleiðslu í samanburði við innflutt matvæli. Getum við aukið innlenda framleiðslu og hvernig þá? Einnig verður hugað að því hvernig hægt sé að efla kennslu í því sem snýr að matvælaframleiðslu í skólum í dag, hvernig er hægt að tengja raunveruleg verkefni inn í skólastarfið.

Kennsla: Eyjólfur K. Örnólfsson líffræðingur og námsbrautarstjóri búfræðibrautar LbhÍ, Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, Hafberg Þórisson garðyrkjumaður, Hrönn Ólína Jörundsdóttir sviðstjóri hjá Matís. Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur, Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ, Jón Hallsteinn Hallsson prófessor við LbhÍ, Úlfur Óskarson lektor við LbhÍ og Þórey Gylfadóttir lektor við LbhÍ.

Tími: Mið. 3. júní til fös. 5. júní, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 6.000 kr – Vinsamlegast greiðið skráningargjaldið beint inn á reikning hjá Samlíf (Reikn: 0311-26-001676 og kt. 610284-1169).

Umsókn

Dagskrá

3. júní – Keldnaholt í Reykjavík
9:00-9:40 – Þróun búvöruframleiðslu á Íslandi og tenging við helstu lög og reglur sem gilda um búvöruframleiðslu. Eyjólfur K. Örnólfsson líffræðingur við LbhÍ.
9:40-10:20 – Búfjárhald á Íslandi. Bera saman framleiðsluaðferðir sem notaðar eru í þeim búgreinum sem stundaðar eru á Íslandi og kynna helstu rannsóknir sem í gangi eru. Eyjólfur K. Örnólfsson líffræðingur við LbhÍ.
10:20-10:40 – Kaffi
10:40-12:00 – Nautgriparækt og sauðfjárrækt á Íslandi, komið inn á ræktun annarra stofna. Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ
12:00-13:00 – Matur
13:00-14:20 – Fæðuöryggi landsmanna. Hvernig er hægt að efla fæðuöryggi í landinu, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ
14:20-14:40 – Kaffi
14:40-16:00 – Heilnæmi og öryggi matvæla, hvernig er eftirliti háttað? Hrönn Ólína Jörundsdóttir sviðstjóri hjá Matís.

4. júní – Keldnaholt í Reykjavík
9:00-10:20 – Landbúnaðarframleiðsla á heimsvísu – Hvar stendur Ísland? Dr. Jón Hallsteinn Hallsson prófessor við LbhÍ.
10:20-10:40 – Kaffi
10:40-12:00 – Erfðatækni, umhverfi og samfélag. Hagnýting erfðatækni í landbúnaði og matvælaiðnaði. Dr. Jón Hallsteinn Hallsson prófessor við LbhÍ.
12:00-12:45 – Matur
12:45-14:20 – Saga jarðræktar á Íslandi, farið yfir helstu nytjajurtir sem ræktaðar eru á landinu í dag. Helstu rannsóknir fyrr og nú kynntar og staðan í dag. Þórey Gylfadóttir lektor við LbhÍ.
14:20-14:40 – Kaffi
14:40-16:00 – Heimsókn í Lambhaga þar sem einn af stærri garðyrkjubændum landsins ræktar út frá gildum vist- vænnar ræktunar. Hafberg Þórisson garðyrkjumaður.

5. júní – Keldnaholt f.h./Reykir í Ölfusi e.h.
9:00-10:20 – Saga garðyrkjuframleiðslu á Íslandi og helstu rannsóknir í gegnum tíðina. Hvar stöndum við í dag og hvað ber framtíðin með sér? Ingólfur Guðnason garð- yrkjufræðingur við LbhÍ.
10:20-10:40 – Kaffi
10:40-11:20 – Lífræn framleiðsla og lífrænar varnir í garð- yrkju á Íslandi, hvar stöndum við? Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur við LbhÍ.
11:20-12:00 – Gróska í skólastofunni. Hvernig getum við gert skólastofuna okkar grænni? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur við LbhÍ.
12:00-12:30 – Matur
13:00-14:40 – Hvernig getum við tengt ræktun grænmetis inn í skólastofuna? Er flókið að rækta pottaplöntur í skólastofunni og getum við búið til græna veggi? Hver er hugmyndafræði skólagarða og grendargarða? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur við LbhÍ og Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur við LbhÍ.
14:40-15:00 – Kaffi
15:00-16:00 – Kynning á býflugnarækt á Íslandi. Úlfur Óskarson lektor við LbhÍ.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.