Matvælaöryggi og matvælaframleiðsla á Íslandi

Almennar upplýsingar um námið

Matvælaöryggi og matvælaframleiðsla á Íslandi
– Staðan í dag og horft til framtíðar –

Haldið í samstarfi við Samlíf – samtök líffræðikennara á Íslandi og Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF)

Námskeiðið er ætlað þeim sem kenna líffræði í framhaldsskólum landsins og eru félagar í Samlíf, samtökum líffræðikennara.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn inn í þann heim sem nær yfir matvælaframleiðslu á Íslandi (að undanskyldum sjávarútvegi) í samhengi við önnur lönd. Að þáttakendur kynnist framleiðsluferli á helstu matvælum hér á landi og þróunarvinnu þar að lútandi. Að þátttakendur fái innsýn inn í þær rannsóknir sem unnar eru í dag á sviði matvælaframleiðslu. Að þáttakendur fái kynningu á tengingu matvælaframleiðslunnar við ýmsa umhverfisþætti eins og t.a.m. kolefnisfótspor framleiðslunnar. Að þátttakendur fái haldbæra þekkingu á ýmsum þáttum sem snúa að matvælaöryggi á Íslandi og geti tekið hana með sér inn í eigin kennslu, bæði með eflingu á fyrirlestrum, verkefnum og ekki síst verklegri kennslu.

Fjallað verður um það hvernig staðan er á Íslandi þegar kemur að matvælaframleiðslu og matvælaöryggi í samanburði við önnur lönd. Hvar stöndum við þegar kemur að eigin framleiðslu í samanburði við innflutt matvæli. Getum við aukið innlenda framleiðslu og hvernig þá?

Einnig verður hugað að því hvernig hægt sé að efla kennslu í því sem snýr að matvælaframleiðslu í skólum í dag, hvernig er hægt að tengja raunveruleg verkefni inn í skólastarfið.

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar

Tími: Mið. 3. júní til fös. 5. júní, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 6.000 kr – Vinsamlegast greiðið skráningargjaldið beint inn á reikning hjá Samlíf (Reikn: 0311-26-001676 og kt. 610284-1169).

Skráningarfrestur er til 25. maí

Nákvæm stundatafla verður birt eigi síðar en 15. maí.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

Reiðmaðurinn

Grænni skógar I og II

Endurheimt staðargróðurs

Framkvæmdir á áfangastöðum

Innviðir ferðamannastaða

Sauðfjársæðingar

Trjáfellingar og grisjun

Viðhald göngustíga

Aðventuskreytingar

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Reykir - 810 Hveragerði

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590

Skrá mig
á póstlista

Share This