Samræður, samráð og átakastjórnun í umhverfis- og auðlindamálum

Mannleg samskipti eru lykilatriði í umhverfis- og auðlindamálum og í dag er oftar en ekki gerð krafa um samráð við hagsmunaaðila. Faglega útfærð samskipti er forsenda þess að ná farsælum og sjálfbærum lausnum á meðan ófagleg samskipti, eða hreinlega skortur á samskiptum, geta haft þveröfug áhrif.

Námskeiðið er þriggja daga námskeið sem veitir grunnþekkingu og færni í að höndla mannleg samskipti í tengslum við umhverfismál og auðlindanýtingu, hvort sem þau snúast um að vekja áhuga, auka skilning, efla samráð eða taka á ágreiningsmálum.

Á námskeiðinu efla þátttakendur færni sína og getu  til að meta forsendur fyrir samskipti hverju sinni og læra að taka á erfiðum aðstæðum með lýðræðislegum aðferðum.

Námskeiðið hentar starfsfólki stofnana, sveitafélaga, félagasamtaka og fyrirtækja sem í starfi sínu þurfa að hafa samskipti við fólk í tengslum við umhverfis- og auðlindamál. Námskeiðið samanstendur af tveimur kennslulotum og nemendur vinna þar að auki sjálfstætt verkefni tengt þeirra eigin starfsumhverfi milli kennslulota.

Kennsla fer fram á íslensku og námsefnið er á ensku.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 20.

Kennari:  Brita Berglund, umhverfissamskiptafræðingur og verkefnastjóri hjá Landgræðsluskóla GRÓ. Brita hefur kennt umhverfissamskipti á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og
Endurmenntunar LBHÍ um árabil. 

 Tími: Fim. 21. september og fös. 22. september kl. 9-16 kl. og fös. 13. október kl. 9-16.
Samtals 21 klst.

Staður: Hjá LBHÍ á Keldnaholti, Árleynir 22, 112 í Reykjavík

Verð: 79.000 kr – Innifalið í verði námsgögn, kaffi og hádegismatur alla kennsludagana.
 

Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið eða nám – 

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.