Sauðfjársæðingarnámskeið

Almennar upplýsingar um námið

  – Haldið í samstarfi við Búnaðarsamband Vesturlands, Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Eyjafjarðar – 

Námskeið fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar.

Fjallað er örstutt um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og greint er frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Fjallað er um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.

Kennd er meðferð sæðis og verklag við sæðingar er kennt í fjárhúsi. Einnig er rætt um smitvarnir.

Ætlast er til þess að nemendur geti sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verður náð.

Kennsla: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.

Staður og tími:
Mið. 1. desember kl. 13:00 – 18:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri og á Hesti í Borgarfirði 
Fim. 2. desember kl. 13:00 – 18:00 á Stóra Ármóti á Suðurlandi
Þri. 7. desember kl. 13:00 – 18:00 á Búgarði, Óseyri 2 Akureyri

Verð: 29.000 kr. (Innifalið í verði er verkleg og bókleg kennsla og kaffiveitingar)

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands
https://www.bondi.is/felagsmal/starfsmenntasjodur/

Umsókn

Mið. 1. des. á Hesti í Borgarfirði

Umsókn

Fim. 2. des á Stóra Ármóti, Suðurlandi

Umsókn

Þri. 7. des. á Búgarði, Óseyri 2, Akureyri

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.