Ný úrræði í meðhöndlun úrgangs og nýtngu á lífrænum úrgangi

– 4 vikna fjarnámskeið fyrir alla sem vilja læra meira grunnatriði og meginstefnur í meðhöndlun lífræns úrgangs –

Umsókn

Á námskeiðinu er fjallað um grundvallarskilgreiningar á sjálfbærri þróun og hvernig þessar hugmyndir hafa þróast og fest sig í sess. Fjallað er um áhrif sjálfbærrar þróunar á stefnumörkun og aðgerðir á alþjóðlegum vettvangi sem og á Íslandi. Farið er yfir hvernig ákvarðanir sem teknar eru á einum stað á einum tíma geta haft afleiðingar eða áhrif á öðrum stað og tímapunkti. Sjónum er beint að aðferðum í ákvarðanatöku sem eru í anda sjálfbærrar þróunar og skoðaðar leiðir sem hvetja til samráðs og virkrar þátttöku samfélagsþegna og einstök dæmi notuð til að skýra hvernig sjálfbær þróun getur snert nær alla þætti samfélagsins.

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á grunnhugsun sjálfbærrar þróunar og tengslum vistfræðilegra, félagslegra og hagrænna þátta á sjálfbæra þróun. Takmarkið er að nemendur þrói með sér góðan skilning á því hvernig ákvarðanir teknar á einum stað á einum tíma hafa áhrif annars staðar þó síðar verði.

Námskeiðið er hluti af námskeiðsframboði í BS námi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur til og með 1. janúar 2025.

FJALLAÐ ER UM
– Hugmyndafræði sjálfbærar þróunar og samspil ólíkra þátta
– Stefnumörkun og aðgerðir á alþjóðavettvangi og Íslandi
– Viðfangsefni daglegs lífs út frá sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar
– Hvernig sjálfbær þróun tengist ákveðnum umfjöllunarefnum
– Samráð og virka þátttöku samfélagsþegna
– Hvernig sjálfær þróun snertir nær alla þætti samfélagsins

FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar öllum sem vilja dýpka þekkingu sína og skilning á þeirri þróun sem átt hefur sér stað og er þess valdandi að nútímasamfélög glíma við ójafnvægi gagnvart umhverfi, samfélagi og efnahag. 

NÁMSMAT
15% verkefnavinna
45% ritgerð
40% heimapróf

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Kennt á Teams með þremur staðlotum (20. jan., 23. jan. og og 19. feb.) á fyrri vorönn 2025.  Stundaskrá og nánari upplýsingar hér. Staðlotur fara fram hjá LbhÍ á Hvanneyri í Borgarfirði.

KENNARI
Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðjúnkt við LBHÍ. Ragnhildur er með meistaragráðu í umhverfisfræðum og langa reynslu af kennslu og ráðgjöf í sjálfbærri þróun og umhverfismálum.

VERР45.000 kr.

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið – 

Upplýsingar um greiðsluskilmála og greiðslukjör

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.