Skapandi göngur og sjónrænir þættir

Almennar upplýsingar um námið

Langar þig að dýpka skynjun þína og upplifun í gönguferðum?

Ýmislegt hefur verið ritað til að nálgast landið út frá þáttum eins og sagnfræði, fornleifum, jarðfræði og gróðurfari. Minna hefur verið fjallað um sjónrænt læsi á umhverfið á svipaðan hátt og notað er til að lesa myndlist, byggingar, hönnun og önnur sjónræn fyrirbæri.

Námskeiðinu er ætlað að hjálpa einstaklingum við að draga fram, skilgreina og njóta þeirra sjónrænu þátta sem umlykja okkur í landslaginu dagsdaglega hvort sem er í styttri eða lengri göngum, fjallamennsku eða útivist.

Myndlistakonurnar Helena Guttormsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir eru lektorar við LBHÍ og LHÍ. Þær hafa lengi unnið með viðfangsefnið og munu leiða námskeiðið sem felst í fyrirlestrum, stuttri göngu, samantekt og greiningu á upplifun þátttakenda.

Kennsla: Gunndís Ýr Finnbogadóttir M.Art.ED myndlistamaður og lektor LHÍ og Helena Guttormsdóttir M.Art.Ed myndlistamaður og lektor LBHÍ. 

Tími: Einn dagur

Verð:  (Kennsla, fræðsluganga og kaffi er innifalið í verði)

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám 

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.