Skipulagsaðferðir

Almennar upplýsingar um námið

Fjallað er um helstu skipulagsaðferðir og ferla í skipulagsgerð. Gerð er grein fyrir helstu forsendum í skipulagi: hagrænum, lýðfræðilegum, félagslegum, fagurfræðilegum, lagalegum, tæknilegum, byggðum, náttúru- og umhverfislegum. Sérstök áhersla lögð á einkenni íslensks umhverfis. Yfirlit yfir mikilvægustu aðferðir sem notaðar eru við öflun gagna og greiningu þeirra við undirbúning skipulagsgerðar. Fjallað er um mat og samanburð í skipulagi. Líkön og spár í skipulagsgerð. Þróun Íslenskar skipulagsgerðar er jafnframt rakin á gagnrýninn hátt.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á meistara stigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennsla: Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur og lektor við LbhÍ

Tími: Kennt í lok ágúst hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

(Vinsamlegast athugið að tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar)

Verð: 65.000 kr

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.