Skipulagsaðferðir

 

– 4 ECTS –

Almennar upplýsingar um námið

Á námskeiðinu er fjallað erum helstu skipulagsaðferðir hér á landi og megináhersla lögð á aðalskipulags- og deiliskipulagsgerð. Stuttlega er fjallað um aðra skipulagsgerð þ.e. landsskipulag, svæðisskipulag, haf- og stranfsvæðisskipulag og farið yfir stigskiptingu skipulagsgerðar á Íslandi.

Í fyrsta hluta námskeiðsins verður fjallað um helstu forsendur skipulagsgerðar, m.a. hagrænar, lýðfræðilegar, félagslegar, náttúrufarslegar, umhverfislegar og lagalegar. Farið er yfir tengsl forsendna og skipulagsgerðar.
Samhliða vinna nemendur verkefni 1.

Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið yfir skipulagsferlið við gerð aðalskipulags, allt frá því að ákvörðun er tekin um að hefja skuli gerð skipulags þart til skipulagsáætlun öðlast lögformlegt gildi.
Samhliða vinna nemendur að verkefni 2.

Í þriðja hluta námskeiðsins verður farið yfir skipulagsferlið við gerð deiliskipulags allt frá því að ákvörðun er tekin um gerð skipulags þar til deiliskipulagsáætlun öðlast lögformlegt gildi. Nemendur ljúka við verkefni 2.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám í Skipulagsfræði við LBHÍ. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á meistara stigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennari: Guðrún Lára Sveinsdsóttir skipulagsfræðingur og sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun
Gestafyrirlesarar koma einnig að kennslu

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík

Tími: 30 kennslustundir, sjá nánar hér fyrir neðan

Verð: 64.000 kr.

STUNDASKRÁ 

Föstudagur 26. ágúst: 9:45 – 12:00
Laugardagur 27. ágúst: 9:45 – 12:00

Þriðjudagur 30. ágúst: 16:30 – 18:10
Föstudagur 2. sept: 9:45 – 12:00

Þriðjudagur 6. sept: 16:30 – 18:10

Þriðjudagur 13. sept: 16:30 – 18:10
Föstudagur 15. sept: 9:45 – 12:00

Þriðjudagur 20. sept: 16:30 – 18:10
Föstudagur 23. sept: 9:45 – 12:00

Þriðjudagur 27. sept: 16:30 – 18:10
Föstudagur 30. sept: 9:45 – 12:00

Þriðjudagur 4. okt: 16:30 – 18:10

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.