Skipulagsfræði

 

– 4 ECTS –

Á námskeiðinu er fjallað grunnhugtök og skilgreiningar skipulagsfræðinnar, sem og sögu og stjórn skipulagsmála bæði hér á landi og erlendis við skipulag byggðar og landssvæða (urban & rural planning).

Farið er yfir nauðsyn þess að taka tillit til allra þeirra forsendna sem máli skipta í viðkomandi umhverfi til að stuðla að sjálfbæru skipulagi, þ.e. náttúrufarslegar forsendur, hagrænar, samfélagslegar og byggðar.

Gerð grein fyrir verkferlum við gerð skipulagstillagna, mismunandi skipulagsstigum og vinnubrögðum við framsetningu skipulagstillagna. Einnig er fjallað um þátttöku almennings og hagsmunahópa, forsendur skipulagsgerðar, gögn og vinnubrögð.

Þá er á námskeiðinu farið yfir siðfræði í skipulagsmálum, umhverfisáhrif skipulagsáætlana og hlutverk skipulags og skipuleggjenda í samfélögum framtíðar.

Kennari á námskeiðinu er Hjördís Sigurðardóttir. Hjördís er með Ms gráðu í skipulagsfræði frá Wageningen háskólanum í Hollandi og BS gráðu í matvælafræði og umhverfisskipulagi.  Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og er starfandi við þróun þess. Hún var tilnefnd til EUWIIN verðlaunanna árið 2017 en hlaut þá sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun og samfélagsjákvætt uppbyggingarverkefni.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku er gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.
Námskeiðið er á meistara stigi og má meta til 4 ECTS eininga.

Kennari: Hjördís Sigurðardóttir skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodrome

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík

Tími:  Fyrri vorönn (janúar-febrúar). Stundaskrá kynnt um leið og hún liggur fyrir

Kennslutímabilið er 7 vikur.

Verð: 64.000 kr.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.