Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn

 

– 6 ECTS einingar á framhaldsstigi –

Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn er námskeið sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði skipulagsfræða og nýstist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og öðrum sem vilja endurmennta sig á þessu sviði og efla þekkingu sína og færni.

Á námskeiðinu er fjallað um íslenska réttarkerfið, þrígreint vald, hlutverk og vægi hvers þáttar. Farið er yfir meginreglur stjórnsýsluréttarins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir.

Einnig er fjallað er um eignarrétt og lögvernd hans og gerð grein fyrir helstu réttarreglum um eignarnám og bætur. Farið er yfir reglur skipulags- og byggingarlaga, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd og annað sem varðar skipulagsgerð.

Skoðuð eru raunveruleg dæmi, úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og mannréttindadómstóls Evrópu í ágreiningsmálum.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur sem uppfylla öll skilyrði til próftöku gefst kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námið er á meistarastigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Í boði er að sækja fyrirlestrartíma á Teams auk þess sem tvær vinnulotur eru haldnar hjá LBHÍ á tímabilinu hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Stundaskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér:
UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 07.61.03 SKIPULAGSLÖGFRÆÐI OG STJÓRNSÝSLURAMMINN (lbhi.is)

Kennari: Ásta Sóley Sigurðardóttir stofnandi og eigandi Mannvirkjamál lögmannsstofu. Ásta Sóley er með langa reynslu í stjórnsýslu og kennt á mörgum námskeiðum sem varða mannvirkjagerð og skipulagsfræði, m.a. innan LBHÍ.

Staður: Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Tími: Námskeiðið er 11 vikna námskeið, kennt frá miðjum september fram í  miðjan nóvember og er heildarfjöldi fyrirlestratíma esem skiptast á 11 vikur. Stundaskrá auglýst nánar síðar.

Verð: 69.000 kr.

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja um styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi – 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

 - Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -

Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.

Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.  

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.

Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!

Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi

Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði

Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590