Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn

 

– 6 ECTS –

Almennar upplýsingar um námið

Fjallað er um íslenska réttarkerfið, þrígreint vald, hlutverk og vægi hvers þáttar. Farið er yfir meginreglur stjórnsýsluréttarins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir. Fjallað er um eignarrétt og lögvernd hans og gerð grein fyrir helstu réttarreglum um eignarnám og bætur. Farið er yfir reglur skipulags- og byggingarlaga, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd og annað þess háttar efni sem varðar skipulagsgerð. Skoðuð eru raunveruleg dæmi, úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og mannréttindadómstóls Evrópu í ágreiningsmálum.

Í lok námskeiðs á nemandi að:

– Hafa aukna meðvitund og skilning á íslensku réttarkerfi
– Þekkja þrígreint ríkisvald, hlutverk og vægi hvers þáttar
– Hafa yfirsýn yfir eignarrétt og lögvernd hans
– Gera sér grein fyrir þýðingu skipulagsákvarðana
– Kunna skil á meginreglum stjórnsýsluréttarins þar sem að skipulag
og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir
– Þekkja reglur skipulags- og byggingarlaga; um mat á umhverfisáhrifum, um náttúruvernd og annarra laga
og réttarreglna á sviði umhverfisréttar og skipulags
– Þekkja dæmi um úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar og mannréttindadómstóls Evrópu
í ágreiningsmálum um skipulagsmál
– Öðlast færni með raunhæfum verkefnum 

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs.
Námskeiðið er á meistarastigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Kennari: Hjalti Steinþórsson hrl og fyrrverandi forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Staður: Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Tími: Stundaskrá er hér neðar á síðunni

Verð: 64.000 kr.

STUNDASKRÁ

Fös 16. sept: 13:00 – 15:55
Lau 17. sept: 9:00 – 12:00

 Fös 23. sept: 13:00 – 15:55 

Fös 30. sept: 13:00 – 15:55
Lau 1. okt: 9:00 – 12:00

 Fös 28. okt: 13:00 – 15:55
Lau 29. okt: 9:00 – 12:00 

Fös 4. nóv: 13:00 – 15:55
Lau 5. nóv: 9:00 – 12:00 

Fös 17. nóv: 13:00 – 15:55
Lau 18. nóv: 9:00 – 12:00

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.