Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn

 

– 6 ECTS eininga námskeið á meistarastig –

Umsókn

– opið fyrir umsóknir til 15. ágúst –

Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn er námskeið sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla þekkingu sína og færni á sviði skipulagsfræða og nýtist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga.

Á námskeiðinu er fjallað um íslenska réttarkerfið, þrígreint vald, hlutverk og vægi hvers þáttar. Farið er yfir meginreglur stjórnsýsluréttarins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaleyfi eru stjórnvaldsákvarðanir.

Einnig er fjallað er um eignarrétt og lögvernd hans og gerð grein fyrir helstu réttarreglum um eignarnám og bætur. Farið er yfir reglur skipulags- og byggingarlaga, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd og annað sem varðar skipulagsgerð.

Skoðuð eru raunveruleg dæmi, úrlausnir dómstóla, úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og mannréttindadómstóls Evrópu í ágreiningsmálum.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í meistaranám í Skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er á meistarastigi og metið til 6 ECTS eininga.

Kennarar námskeiðsins eru Ásta Sóley Sigurðardóttir stofnandi og eigandi Mannvirkjamál lögmannsstofu sem kennt hefur mörg námskeið er varða mannvirkjagerð og skipulagsfræði og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir land- og skipulagsfræðingur sem hefur áratuga reynslu af störfum við skipulagsmál og umhverfismat sem háskólakennari, rannsakandi og ráðgjafi. 

Námskeiðið er að mestu kennt í fjarnámi með fjórum staðarlotum frá ágústlokum til nóvemberloka.
Stundaskrá námskeiðs má nálgast hér: Stundaskrá námskeiðs í Uglu

Staður: Kennt í fjarnámi á Teams og staðarlotur eru kenndar hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Tími: Námskeiðið er 11 vikna námskeið, kennt frá 29. ágúst 28. nóvember

Verð: 49.000 kr.

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja um styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði á háskólastigi – 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.