Námskeið í skógfræði

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og Skógræktin verða með fjölda námskeiða ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum, áhugasömum skógræktendum og öllum þeim sem vilja auka þekkingu sína
og ná betri árangri í skógrækt.

Fjölmargir sérfræðingar á vegum Landbúnaðarháskóla Ísland, Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og fleiri aðila  koma að kennslu námskeiðanna.

Undirbúningur lands til skógræktar

Laugardaginn 26. nóvember
Hjá LBHÍ á Hvanneyri

Skógarhönnun og landnýtingaráætlanir

Laugardaginn 21. janúar
Hjá LBHÍ á Hvanneyri

Umhirða ungskóga og helsti ávinningur

Laugardaginn 14. janúar
Hjá LBHÍ á Hvanneyri

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.