Námskeið í skógfræði

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og Skógræktin verða með fjölda námskeiða ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum, áhugasömum skógræktendum og öllum þeim sem vilja auka þekkingu sína
og ná betri árangri í skógrækt.

Að jafnaði eru haldin þrjú dagsnámskeið að hausti og þrjú dagsnámskeið að vori. Námskeiðin eru haldin á laugardegi með það að markmiði að mæta þörfum vinnandi fólks. Flest námskeiðin eru haldin hjá LBHÍ á Keldnaholti og á Hvanneyri og þegar við á eru vettvangsferðir hluti námskeiðsins. 

Fjölmargir sérfræðingar á vegum Landbúnaðarháskóla Ísland, Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og fleiri aðila munu koma að kennslu námskeiðanna.

Upplýsingar um námskeiðin verða birt hér vef Endurmenntunar LBHÍ undir flipanum “Næstu námskeið”.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.