Skógfræði

Skógrækt nýtur vaxandi áhuga á Íslandi og gegnir mikilvægu hlutverki við endurheimt vistkerfa sem og gróður- og jarðvegsvernd.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur haldið fjölmörg námskeið á fagsviði skógræktar og er markmiðið að stuðla að fræðslu til allra sem vilja bæta við sig þekkingu og fræðslu á þessu sviði.

Námskeiðin eru haldin í samstarfi við Skógræktina og kennarar eru starfandi sérfræðingar á sviði skógræktar hjá Skógræktinni. 

Upplýsingar um næstu námskeið er hægt að nálgast á þessari vefsíðu undir flipanum Næstu námskeið. 

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.