Skógvistfræði í skóglausu landi

Almennar upplýsingar um námið

Íslenskir skógfræðingar hafa á síðustu áratugum náð mjög góðum árangri í nýskógrækt með gróðursettum forræktuðum skógarplöntum. Víða er fjölbreyttari aðferðum beitt við nýliðun skóga á skóglausu landi sem byggja á vistfræðilegri þekkingu. 

Á þessu námskeiði verður þátttakendum kynntar nýjustu rannsóknir á þessu sviði skógvistfræði, með áherslu á hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt. Ýmsir tilraunareitir og ræktaðir skógar verða heimsóttir og niðurstöður ræddar.

Kennarinn er bandarískur vistfræðingur og háskólakennari sem hefur studnað rannsóknir á Íslandi síðustu 18 árin. Námskeiðið er blanda af fræðilegu námskeiði og verklegri þjálfun fyrir nemendur og starfandi skógfræðinga.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa: :

– Öðlast dýpri skilning á vistfræðilegum ferlunum landnám (sjálfsáning), framvinda, samhjálp og samkeppni og hvernig þessir ferlar eru nýttir í nýskógrækt.

– Öðlast betri yfirsýn og skiling á skógvistfræðilegum rannsóknum sem eru í gangi á Íslandi og nýjustu niðurstöðum sambærilegra rannsókna erlendis.

– Vera fær um að beita þessari þekkingu til að setja upp nýjar tilraunir á Íslandi.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 2 ECTS eininga.

Kennsla: Dr. Dennis Riege vistfræðingur og kennari við University of Maryland

Tími: 10. júní – 13. júní í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr

Skoða má öll þau námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.