Ræktun í skólagörðum

– Námskeiðið er ætlað starfsfólki  skólagarða –

Almennar upplýsingar

– Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í skólagörðum í sumar – 

Á námskeiðinu fær starfsfólk skólagarða fræðslu um hvernig staðið skuli að ræktun matjurta í skólagörðum og þeim undirbúningi og skipulagningu sem huga þarf að fyrir ræktunina. Fjallað verður um jarðvinnslu og mikilvægi þessa að vera með góðan jarðveg, og hvernig eigi að standa að útplöntun, sáningu og áburðargjöf.

Þátttakendur fá einnig innsýn inn í hvernig bregðast skuli við illgresi, sjúkdómum og meindýrum. Farið yfir hvernig umhirða ræktunarinnar á að vera og hvenær á að uppskera. og fjallað um hvernig hægt er að nýta afurðirnar. Þá verður frætt um það hvernig hægt er að nota fræðslustundir, verkefni og dagbækur í skólagörðunum.

Námskeiðið hefur verið vel sótt af þeim sem eru ráðnir sem verkstjórar skólagarða hjá sveitarfélögum víða um land.

Kennari: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá LBHÍ

Tími: Mið. 25. maí kl. 9.30 – 14.00

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á  Reykjum í Ölfusi

Verð: 25.000 kr.  (Námsgögn, kennsla, kaffi og  hádegismatur innifalið í verði)

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.