Tálgað í tré

– Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur –  

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið
kennt frá árinu 2001 og notið mikilla vinsælda.

Námskeiðið er öllum opið og hentar meðal annars kennurum, sumarbústaðafólki, skógræktarfólki,
skógareigendum, ömmum, öfum og öðrum sem vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við
úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðalandinu.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að grisja tré og hvar má finna efni í einstök tálguverkefni. Kennd eru örugg hnífsbrögð sem auka afköst og öryggi í tálgun með hníf og exi og hvernig á að umgangast og hirða bitáhöld
í ferskum viðarnytjum, svo sem hnífa, klippur, exi og sagir.

Þátttakendur læra að lesa í skógarefni út frá útliti, eiginleikum og notagildi gripanna og kynnast ýmsum íslenskum viðartegundum, eiginleikum þeirra og nýtingarmöguleikum.

Auk þess læra þátttakendur að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað garðaúrgangur,
fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á, skefta, búa til sleif, fugl, bolla, snaga
eða það sem hugur þinn og geta leyfir.

Mikilvægt er að vera í vinnufatnaði og taka með svuntu og fatnað eftir veðri þar sem farið er í skógarferð. 

Allt efni og áhöld eru til staðar á námskeiðinu, en í boði er að kaupa tálguhníf á námskeiðinu fyrir þá sem vilja.

Til að tryggja að þátttakendur fái sem mest út úr námskeiðinu er hámarks fjöldi þátttakenda 10.

—————————–

Tími: Fös. 14. janúar kl. 16-19 og lau. 15. janúar kl. 9-16

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Kennari: Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn og fyrrverandi fræðslufulltrúi Skógræktarinnar.

Verð: 42.900 kr. – allur efniskostnaður, áhöld, kaffi og hádegismatur er innifalinn í verði námskeiðsins.

Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám – 

Umsókn

UMSAGNIR

„Hér voru fyrstu skrefin tekin og farið full tilhlökkunar heim til að halda áfram með vinnuna

„Mjög skemmtileg fræðsla þar sem kennarinn sinnir öllum af natni og alúð.”

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

 - Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -

Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.

Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.  

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.

Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!

Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi

Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði

Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590