Torf- og grjóthleðsla

Almennar upplýsingar um námið

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

Hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki.. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti.

Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu.

Kennsla: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við LbhÍ.

Tími: Fös. 8. maí. kl. 9:00-17:00 og lau. 9. maí. 9:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Námskeiðið frestast um óákveðinn tíma vegna stöðu mála á landinu í tengslum við COVID-19

Verð: 41.000 kr. (kaffi og hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Skráningarfrestur er til 30. apríl.

Umsókn

UMSAGNIR

„Leiðbeinendur fúsir til að miðla upplýsingum”

„Frábær innsýn í gamla tíma og handverk”

„Mikil þekking og komið vel til skila öllum spurningum svarað vel”

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.