Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inná grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar með því að taka þær í sundur. Komið verður inná hvernig framkvæma eigi einfalda bilanaleit í söginni, ásamt því að læra hefðbundið viðhald, þrif sagar og brýningu keðju. Loks verður einn og hálfur dagur í trjáfellingum og grisjun í skógi, þar sem lögð verður áhersla á rétta fellingartækni og uppröðun viðarins.

Þeir nemendur sem eiga keðjusög, keðjusagarbuxur, keðjusagarstígvél eða hjálm taki það með á námskeiðið. Aðrir geta fengið búnað lánaðan á námskeiðinu.

Kennari: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá LbhÍ

Hámarksfjöldi þátttakenda: 10

Tími: Sun. 21. feb. kl. 9:00-17:30, mán. 22. feb. kl. 9:00-17:30 og þri. 23. feb kl. 9:00-16:00 hjá Skógræktinni á Egilsstöðum og Hallormsstað. Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 1 einingar af námi í garðyrkjufræðum.

Verð: 54.000 kr. (Búnaður, áhöld, kennsla og gögn innifalin í verði)

Hagnýtar upplýsingarFlest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám

 

Umsókn - námskeið á Austurlandi

UMSAGNIR

Reyndir kennarar, mikið verklegt og mjög áhugavert.”

„Mjög fróðlegt – hæfilega mikið bóklegt hæfilega mikið verklegt.”

„Mjög gagnlegt, samantekt af góðri þekkingu og reynslu sem skilar sér til allra nemenda – frábært.”

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.