Umhirða ungskóga

– Mikilvægi og ávinningur – 

– Haldið í samstarfi við Skógræktina –

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Á námskeiðinu verður fjallað  um mikilvægi umhirðu ungskóga og ávinning umhirðunnar enda mikilvægt að vanda vel til verka við framkvæmdir og sinna skógum vel strax frá upphafi.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið  yfir hvaða verk eru unnin á þessu stigi við umhirðu í ungskógi, svo sem tvítoppaklippingu, uppkvistun, snemmgrisjun, tiltekt og áburðargjöf. Farið verður í nærliggjandi skóglendi þar sem skógrækt er skoðuð. 

Námskeiðið hentar vel öllum skógareigendum og skógarverktökum og getur einnig nýst hverjum þeim sem hyggjast vinna með ungskóga svo sem starfsmenn sveitafélaga eða meðlimi skógræktarfélaga.

Kennari er Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni. Valdimar er með langa reynslu í skógrækt, hann lauk námi frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1990 af námsbrautinni Skógur og umhverfi, BS gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007 og meistaraprófi í skógarstjórnun (forest management) frá SLU í Svíþjóð 2011. Hann hefur starfað við allt sem við kemur skógrækt, sem vélamaður, skógarhöggsmaður, verkstjóri, skógarvörður, verktaki og skógræktarráðgjafi.

Tími: Lau. 21. janúar kl. 10 – 16 

Staður: Hjá LBHÍ á Hvanneyri og nærliggjandi skóglendi

Verð: 33.000 kr. (innifalið í verði er verkleg og bókleg kennsla, kaffiveitingar og léttur hádegisverður)

Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.