Almennar upplýsingar um námið
Lög um umhverfismat áætlana tóku gildi árið 2006 á Íslandi og taka þau meðal annars til skipulags sem unnið er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Svæðis- aðal- og deiliskipulag sem uppfyllir ákveðin skilyrði er háð ferli umhverfismats áætlana.Lög um umhverfismat áætlana tóku gildi árið 2006 á Íslandi og taka þau meðal annars til skipulags sem unnið er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Svæðis- aðal- og deiliskipulag sem uppfyllir ákveðin skilyrði er háð ferli umhverfismats áætlana.Það er því brýnt að skipulagsfræðingar og þeir sem koma að vinnu við skipulagsmál hafi þekkingu á hvað máli skiptir og til hvers þarf einkum að horfa til þegar unnin er umhverfisskýrsla.Í námskeiðinu verður farið yfir það hvaða áætlanir eru háðar umhverfismati áætlana, hvaða ferli slíkar áætlanir skulu þá fylgja og farið yfir innihald umhverfisskýrslna sem fylgja slíkum áætlunum.
Í lok námskeiðs á nemandi að:
– Kunna skil á lagaumhverfi sem hefur áhrif á umhverfisskýrsluna
– Hafa þekkingu á undirstöðuatriðum umhverfismats áætlana og hvenær slíkt ferli á við
– Hafa þekkingu á hvað umhverfisskýrsla er og hver sé tilgangur hennar
– Hafa faglega færni til að taka tillit til þeirra forsendna sem skipta máli þegar unnin er umhverfisskýrsla
– Átta sig á því hvernig nýta má umhverfisskýrslu við ákvarðanatöku og valkostagreiningu þegar unnið er skipulag
– Öðlast reynslu á að takast á við raunveruleg dæmi
– Þjálfa framsetningu í mynd og máli
Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi og má meta til 2 ECTS eininga.
Kennsla: Ólafur Árnason umhverfisfræðingur
Tími: 10. júní – 10. júlí í fjarkennslu
Verð: 3.000kr
Skoða má öll námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590