Útivist og landvarsla

Almennar upplýsingar um námið

Áfanginn er skylduáfangi fyrir nemendur á Náttúru- og umhverfisfræðibraut – NáttUm/þjóðgarðar og verndarsvæði og valáfangi fyrir aðra nemendur NáttUm brautar. Markmið áfangans er að tryggja að þeir sem ljúka námi frá Náttúru- og Umhverfisfræðibraut með áherslu á Þjóðgarða og Verndarsvæði hafi lágmarksþekkingu á útivist og að dveljast og starfa í þjóðgörðum og verndarsvæðum fjarri alfaraleiðum. Áfanginn er verklegur (verknám) þar sem tekin eru fyrir grundvallaratriði ferðamennsku og útivistar auk þess sem störfum landvarða er gerð skil. Einnig þurfa nemendur að standa skil á almennu skyndihjálparnámskeiði sem tekið er sérstaklega. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og þurfa nemendur að standa skil á tilteknum atriðum (sjá efnisþætti að neðan) til að ljúka námskeiðinu.

Námskeið þetta er einstaklingsmiðað og fer skipulag þess eftir því hvaða nemandi á í hlut.  Til að standast námskeiðið þurfa nemendur að sýna fram á að þeir standist öll 10 atriði námskeiðsins og hafa uppáskrift frá þar tilbærum og viðurkenndum aðila þar um.   Hægt er að taka efnisþætti námskeiðsins á mismunandi tímum og stöðum.  Þeir nemendur sem starfa innan þjóðgarða og verndarsvæða í sumarvinnu og/eða þeir nemendur sem hafa landvarðaréttindi og hafa starfað innan  þjóðgarða og verndarsvæða geta fengið landvarðahluta námskeiðsins uppáskrifaðan af yfirmanni.  Útivistarhluti námskeiðsins verður að taka, annaðhvort í sérferðum eða innan sumarvinna þjóðgarða og verndarsvæða og fá vottun yfirmanns að öll efnisatriði hafi verið staðin.  Skyndihjálparnámskeið eru kennd á hverjum vetri við LbhÍ auk þess sem Rauðakross Íslands heldur slík námskeið reglulega.  Skólinn getur aðstoðað nemendur við að val á námskeiði.

Hæfniviðmið:
– Að kunna að búa sig til útivistar, gönguferðalaga og dvalar í óbyggðum og hafa farið í a.m.k. eina lengri gönguferð með allan viðleiguútbúnað á bakinu í óbyggðum
– Að kunna á áttavita og gps og kunna að taka mið við erfiðar aðstæður
– Að kunna að lesa og nota kort til að staðsetja sig
– Að kunna að meta vatnsföll og velja vöð
– Að kunna mikilvægustu atriði skyndihjálpar og hafa staðist skyndihjálparnámskeið RÍ
– Að hafa innsýn í gerð öryggisáætlana á friðlýstum svæðum, þekkja helstu viðbragðsaðila sem koma að viðbragðsferli ef vá ber að og hlutverk landvarða í því ferli
– Að öðlast innsýn inn í þau störf sem landverðir sinna og þær áskoranir og uppákomur sem kunna að koma upp í því starfi
– Að fá innsýn í mismunandi vinnuskipulag eftir svæðum (hópur landvarða á láglendissvæði, hópur landvarða á hálendissvæði, einstaklingur á hálendi eða í svæðalandvörslu)
– Að átti sig á þeirri ábyrgð sem landvarsla felur í sér gagnvart ferðafólki og náttúru og á mikilvægi þess að þekkja vel starfssvæði sitt
– Að kunna skil á innviðum friðlýstra svæða, skipulagi þeirra og viðhaldi og getið komið að grunnviðhaldi, s.s. á stígum, merkingum og áningastöðum

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 2 framhaldsskólaeininga.

Tími: 25. júní til 25. júlí í fjarkennslu

Verð: 3.000 kr

Skoða má öll námskeið sem falla undir sumarúrræði stjórnvalda 2021 hér.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.