Útskriftardagur í Reiðmanninum

Sunnudaginn 1. maí á Mið-Fossum í Borgarfirði

Útskriftardagur fyrir nemendur í Reiðmanninum I og II

Sunnudaginn 1. maí er útskrift í Reiðmanninum fyrir nemendur í Reiðmanninum I og Reiðmanninum II. Útskriftin verður haldin í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði. 

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að 2 efstu í lokaprófi í hverjum útskriftarhópi á fyrsta og öðru ári hljóta rétt til þátttöku í keppni sem fram fer á útskriftardeginum. Knaparnir sýna prógörmmin sín frá því fyrr um vorið og eru alls 16 reiðmenn með þátttökurétt, átta af hvoru ári. Þrjú efstu prógrömmin í Reiðmanninum II munu svo ríða aftur til úrslita um Reynisbikarinn, sem er farandbikar Reiðmannsins. 

Á útskriftardeginum verður einnig haldið lítið mót sem allir nemendur í Reiðmanninum I og Reiðmanninum II eiga rétt á að taka þátt í sér að kostnaðarlausu. Keppt verður úti á reiðvelli ef veður leyfir en að öðrum kosti verður mótið fært inn í reiðhöllina. 

Á mótinu verður keppt í gæðingatölti í tveimur flokkum; einn flokkur er fyrir minna vana reiðmenn og annar flokkur fyrir meira vana reiðmenn. Tveir til þrír eru inni á reiðvellinum í einu og er riðið eftir þul, gæðingatölt, hægt tölt, snúið við og frjáls ferð á tölti. Þrír gæðingadómarar dæma á mótinu og er gefin einkunn fyrir hægt tölt, frjáls ferð tölt, fegurð í reið og vilja. 

Skráning á mótið verður birt þegar nær dregur útskriftardegi. 

Tími: Sunnudagurinn 1. maí kl. 10 – 17

Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.