Vinnuskólinn - verkstjórar

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið hentar þeim sem starfa eða munu starfa sem verkstjórar eða flokkstjórar í vinnuskólum sveitafélaganna yfir sumartímann.

Fjallað verður um verkstjórn og líkamsbeitingu og algengar vinnuaðferðir. Farið er yfir helstu undirstöðuatriði í umhirðu grænna svæða svo sem hvaða verkfæri skulu notuð til ýmissa verka eins og í slátt, beðahreinsanir, hreinsun á stéttum og fleira. Hvernig á að gróðursetja tré, runna, sumarblóm og fjölæringa og sinna helstu umhirðuþáttum yfir sumartímann.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Kennsla: Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar við LbhÍ og Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur og verkefnisstjóri LbhÍ.

Tími: Vor 2022, kl. 9:00-15:30 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi – einnig er hægt að fá þetta námskeið sent hvert á land sem er.

Verð:  (Kaffi, hádegismatur innifalin í verði).

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.