Völd og lýðræði í skipulagi

– 4 ECTS einingar á framhaldsstigi

Umsókn

Námskeiðið Völd og lýðræði í skipulagi hentar öllum sem hafa áhuga á að kynna sér mismuninn milli fræðilegrar skipulagsvinnu (e. idea of planning) annars vegar og raunveruleikans í skipulagsvinnu hins vegar, það er hvernig þéttbýli þróast út frá sjónarhorni valdataflsins og hvaða áhrif vald getur haft á skipulagsvinnu.

Takmarkið er að nemendur þrói með sér djúpstæðan og nothæfan skilning á því hvernig stefnumótun og skipulag eru samofin mörgum stofnunum, hagfræðilegum og félagslegum forsendum, valdatengslum og orðræðum. Fjallað er um spurningar eins og: Hver á borgina? Hver ræður? Hver græðir og hver tapar?

Ennfremur er fjallað um togstreituna milli draumsýnar og veruleika í skipulagsvinnu. Nemendum er sýnt fram á hvernig valdatafl í skipulagsvinnu getur birst í raunveruleikanum, mikilvægi íbúalýðræðis og hvernig ólíkir hagsmunaaðilar hafa oft ólíkar hugmyndir um skipulag.

Til að sýna fram á þetta leysa nemendur hagnýtt verkefni í orðræðugreiningu sem gildir 70% af heildareinkunn. Auk þess eru verklegar æfingar sem jafnan eru unnar í hóp og gilda 30%.

Umsóknarfrestur er til 15. október.

Stundaskrá og nánari upplýsingar: 
UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 08.60.02 VÖLD OG LÝÐRÆÐI Í SKIPULAGI (lbhi.is)

Kennari: Sverrir Örvar Sverrisson skipulagsfræðingur og verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.

Tími: Kennsla hefst formlega 19. október og lýkur 5. desember. Tvær vinnulotur með skyldumætingu eru haldnar hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. 

Verð: 54.000 kr. 

– Við vekjum athygli á að hægt er að sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –

STUNDASKRÁ BIRT SÍÐAR

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.