Páska- og vorskreytingar

Almennar upplýsingar um námið

Páska- og vorskreytingarnámskeiðið er skemmtilegt og áhugavert námskeið þar sem unnið verður með náttúruefni, páskablóm og vorblóm.

Þátttakendur læra mismunandi aðferðir til að skreyta páskaborðið, gera stóra og fallega kransa úr efnivið náttúrunnar með páska- og vorlaukum, spreyta sig á gerð páskaskreytinga og fleira.

Námskeiðið er opið öllum, hentar sérstaklega vel áhugafólki um blómaskreytingar og þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju.

Páskarnir eru boðberar þess að senn styttist í sumar og sól og því gaman að geta skreytt í kringum sig með blómaskreytingum og krönsum þar sem efniviður náttúrunnar er nýttur.

Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennslu og verklegt kennsla og settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast vorinu og páskunum á einn eða annan hátt. Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin skreytingar undir handleiðslu fagmanna og taka í lokin afrakstur dagsins með sér heim.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytir.

Tími: xxx, hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi

Verð:  (Allur efniskostnaður, kaffi og hádegismatur og fagleg leiðsögn er innifalin í verði. Þátttakendur taka skreytingar með sér heim)

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.