Almennar upplýsingar um námið
Haldið í samstarfi við Ferðafélag Íslands
Námskeiðið er opið öllum og hentar sérstaklega vel þeim sem vilja læra að velja réttan búnað fyrir lengri og styttri göngur í náttúru Íslands.
Námskeiðið skiptist annars vegar í fræðslukvöld og hins vegar í æfingaferð í útivistarparadísinni við Úlfársfell og Reynisvatn þar sem markmiðið er að læra að undirbúa sig fyrir útivistina og vera með rétta búnaðinn við ólíkar aðstæður.
Á fræðslukvöldinu verður yfir hvaða útbúnað þarf til lengri og styttri ferða, hvernig tjöld dýnur og svefnpoka ber að nota, hvernig á að pakka í bakpoka og stilla pokann og hvernig á að velja sér tjaldstað.
Á síðari hluta námskeiðsins er svo komið að því að nota þekkinguna og verður gengið úti í náttúrunni í nágrenni Reykjavíkur undir leiðsögn.
Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja kynnast ólíkum gerðum bakpoka og læra hvaða búnað ber að pakka í bakpokann fyrir lengri og styttri ferðir þar sem tekið er tillit til veðurs og árstíða. Þátttakendur fá einnig að kynnast því hvernig velja skal náttstað og lesa í náttúruna.
Kennari á námskeiðinu er Hjalti Björnsson sem er þaulreyndur leiðsögumaður og starfar hjá Ferðafélagi Íslands.
Tvö námskeið eru í boði:
Fyrra námskeið: Þri. 13. apríl og fim. 15. apríl kl. 18-21
Seinna námskeið: Þri. 04. maí og fim. 06. maí kl. 18-21.
Kennari: Hjalti Björnsson leiðsögumaður og kennari
Staðsetning: Hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og í útivistarparadís í nágrenni Reykjavíkur
Verð: 17.000 (kennsla og verklegar æfingar, fararstjórn og kaffiveitingar er innifalið í verði)
Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.
Umsókn á fyrra námskeið
Umsókn á seinna námskeið
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
