Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

– Í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands –

Almennar upplýsingar


– Haldið í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands – 

Til að hámarka afrakstur kúa reyna kúabændur að láta kýrnar bera einu sinni á ári.
Þetta þýðir að kýrnar þurfa að festa fang um það bil 85 dögum eftir burð.
Erfiðleikar við beiðslisgreiningu valda því að þetta  markmið næst ekki alltaf.

Á námskeiðinu verður fjallað um frjósemi mjólkurkúa almennt og eðlilega hegðun kúnna þegar þær beiða.

Sagt verður frá aðferðum til þess að meta beiðslis og skýrt út hvernig hægt er að nota
upplýsingar úr huppa.is til að meta frjósemina á búinu.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að bæta það
sem betur getur farið í búrekstrinum sem snýr að því að koma kálfi í kýrnar.

Kennari: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir

Tími: Miðvikudaginn 20. apríl kl. 10-17

Staður: Á Stóra-Ármóti, Suðurlandi

Verð: 33.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar)

Ef tveir eða fleiri mæta frá sama bæ/búi er veittur 25% afsláttur.
Vinsamlega látið vita við skráningu með því að senda tölvupóst á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands https://www.bondi.is/felagsmal/starfsmenntasjodur/ 

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.