Borgarformfræði

– 4 ECTS einingar á framhaldsstigi – 

Umsókn

Borgarformfræði er námskeið sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði skipulagsfræða og nýstist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og þeim sem vilja endurmennta sig á þessu sviði og efla þekkingu sína og færni. 

Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi borgarform og borgarmyndanir í sögulegu samhengi og skoðað hvernig flókið samspil staðbundins landlags, sögu og menningar veldur mismunandi borgarformum.

Farið er yfir hvernig og hvers vegna borgir mynduðust eins og þær gerðu, meðal annars út frá því hvernig fagurfræðilegt, lagalegt, pólitískt, hagrænt og félagslegt ástand í borgum endurspeglast í borgarforminu. Einnig eru kynntar helstu kenningar og hugtök í borgarformfræðum.

Á námskeiðinu læra nemendur að greina bogarlandslag út frá aðferðafræði borgarformfræðinnar, þekkja aðferðafræði Conzen og Canigga til að greina myndun og mótun byggðar, lesa skipulagsuppdrætti eins og sögulega heimild og þekkja og geta sett fram greiningu á þróun byggðar í tíma og rými.

Námskeiðið er 7 vikna langt og kennt í fjarnámi að mestu. Tvær staðarlotur eru á námskeiðinu, í fyrstu viku námskeiðsins 24.-26. ágúst og í 5 viku námskeiðsins 23.-26. september. Staðarlota fer fram hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Stundaskrá og nánari upplýsingar: 
UGLA – Kennsluskrá 2023-2024 > 08.71.02 BORGARFORMFRÆÐI (lbhi.is) 

Námsmat er verkefni sem gildir 100%.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í nám í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á meistarastigi og má meta til 4 ECTS eininga

Kennarar: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og doktor í umhverfisvísindum, og María Guðbjörg Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Tími: Kennsla hefst formlega 21. ágúst og lýkur 6. október. 

Verð: 54.o00 kr.

– Við vekjum athygli á að hægt er að um sækja styrk hjá stéttarfélögum fyrir námskeiði eða námi –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.