Borgarskipulagssaga - 4 ECTS

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið fjallar um evrópska þéttbýlisþróun. Í dag eru borgir búsetuumhverfi meirihluta íbúa heims. Þessi hnattræna þéttbýlismyndun eru afleiðingar langrar sögulegrar þróunar. Borgir sem varanleg byggð byrja að myndast strax á forsögulegum tíma, með vaxandi kyrrsetulífi og þróast áfram á fornöld. Borgarskipulagssagan leggur stund á rannsóknir um þetta efnislega og samfélagslega rannsóknarefni. Hún beinir athyglinni að byggðu umhverfi, hagfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði og menningu sem tilheyrir borgunum. Hún greinir hvernig þessi svið vinna saman og skarast. Hún rannsakar hvernig borgir tengjast hver annarri og tengsl við aðrar mannabyggðir til sveita og í náttúrunni.

Áhersla verður lögð á þéttbýli og samfélögin sem mynda þau, frá fornöld til dagsins í dag. Á námskeiðinu verður útskýrt hvernig mannleg samfélög hafa stjórnað og mótað þéttbýlismyndun gegnum söguna og hvernig smátt og smátt vísindi um borgir og borgarskipulag urðu til.

Sérstök áhersla verður lögð á Ísland í tengslum við samtímann. Efni námskeiðsins felur í sér kynningu á þekkingfræði borgarskipulagssögu, tengsl rannsókna á því sviði og sagnfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim greinum sem hafa þéttbýlismyndun að sínu meginrannsóknarefni (landfræðileg þéttbýlismyndun, borgarskipulag, arkítektúr), framlag borgarskipulagssögu innan borgarfræða, skilningur á helstu fyrirbærum samtímans, eins og hnattræn þéttbýlismyndun. Efni námskeiðsins byggir aðallega á sagnfræðilegum samantektum um evrópska þéttbýlissögu og skipulagssögu, svo og á þekkingarfræðilegum ritgerðum.

Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á meistara stigi og má meta til 4 ECTS eininga. Námskeiðið er kennt á ensku og á íslensku.

Kennsla: Dr. Astrid Lelarge sagfræðingur, aðjúkt við LbhÍ og Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur.

Tími: Fim. 14. okt, kl. 9:00-12:00, fim. 28. okt, kl. 13:00-15:55, fim. 4. nóv, kl. 9:45-15:10, fim. 18. nóv, kl. 9:45-15.10, lau. 20. nóv, kl. 9:00-12:00, fim. 25. nóv, kl. 13:00-15:10, lau. 27. nóv, kl. 9:00-12:00 og fim. 2. des, kl. 9:45-15.10 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík (Stundatafla er birt með fyrirvara um breytingar).

Verð: 74.000 kr

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.