Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum og ferðamannastöðum

Almennar upplýsingar um námið

 Haldið í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Byggðaráætlun.

Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framkvæmd og skipulagningu hverskonar framkvæmda sem raska gróðri og jarðvegi. Námskeiðið nýtist vel fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, skipulagsfræðingum, hönnuðum, aðilum í ferðaþjónustu og áhugamannafélögum.

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu nálganir sem hægt er að beita við endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum, Farið verður yfir hvernig staðið skuli að undirbúningi, áætlanagerð, framkvæmd, viðhaldi og eftirfylgni slíkra verka og einkum lögð áhersla á aðferðir er byggja á nýtingu gróðursvarðar af viðkomandi framkvæmdasvæðum, svo sem úr vegstæði (dreifing á svarðlagi, heilum gróðurtorfum og mosum), auk aðferða sem nýta efnivið úr nágrenni framkvæmdarsvæða (fræslægju, fræi af staðargróðri, mosa og græðlingum). Gerð verður grein fyrir þessum aðferðum og möguleikum á að innleiða þær við mismundandi mannvirkjagerð.

Fyrirlesarar: Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands,  Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni og Steinunn Garðarsdóttir sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tími: Vorönn 2022

Verð:

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.