Fjárhundanámskeið á Hellu

– Lau. 23. og sun. 24. mars eða mán. 25. og þri. 26. mars – 

Umsókn

– Ath. eitt pláss var losna með hundi 23. – 24. mars og annað pláss laust 25.-26. mars, og enn laus pláss án hunds
á bæði námskeiðin

 – Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands –

Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.

Þetta námskeið verður haldið í reiðhöllinni á Hellu og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
– Fyrra námskeiðið er lau. 23. mars og sun. 24. mars kl. 9-17: Með eða án hunds
– Seinna námskeiðið er mán. 25. mars og þri. 26. mars kl. 9-17: Með eða án hunds

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 13 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 4-5 nemendur án hunds.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Kennari á námskeiðinu er Linn Kristín Flaten sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hún hefur verið með smalahunda um árabil og er talin ein af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs. Linn Kristin hefur verið í landsliði Noregs um árabil auk þess sem hún er formaður í Aust Agder Gjeterhunnemd.
Þess má einnig geta að Alex Owen hefur verið hennar kennari og mentor.

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.

Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!

Kennari: Linn Kristin Flaten sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi

Staður: Reiðhöllinni á Hellu á Suðurlandi

Verð með hundi: 60.000 kr. – innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. – innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi

Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og skilmála

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.