Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár

Almennar upplýsingar um námið

.Haldið í samstarfi við Sauðfjárræktarfélag Vatnsnesinga

Námskeiðið er sérstaklega ætlað sauðfjárbændum og þeim sem tengjast sauðfjárrækt en er einnig opið öðrum.

Farið verður yfir helstu atriði varðandi fóðurþarfir og fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum. Horft er á árið í heild, bæði beit og innifóðrun, og farið yfir möguleg viðbrögð/fyrirbyggjandi aðgerðir vegna áhrifa breytilegs árferðis á heyskap og beit.

Stuðst verður jöfnum höndum við nýjustu rannsóknaniðurstöður og sígildari fróðleik.

Kennsla: Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands

Tími: Hægt er að óska eftir námskeiðum með því að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.i eða í síma 433 5000

Verð: 28.000 kr.

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands og styrkir allt að 33.000kr á hverju skólaári (www.bondi.is)

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.