Formfræði hönnunar I

– 2 ECTS eininga námskeið – 

Umsókn

– Opið fyrir umsóknir til 15. ágúst –

Formfræði út frá gráskalaforsendum leggur grunn að færni og skilning á sjónrænum grunnþáttum landslagshönnunnar og myndrænni framsetningu. Undirstöðuatriði í teikningu og skissuvinnu með áherslu á grunnformin, grátónaskalann, fjarvídd, myndbyggingu og innra samspil þessara þátta. efni og búnaður: Pappír, teikniblýantar, kol, blek og túss, myndavélar/símar.

Nemendur læra að þekkja hvernig grunnformin og samsetning þeirra myndar umhverfi okkar. Auk þess læra þeir að beita teikniáhöldum af öryggi og þekkja helstu gerðir og mismunandi eiginleika pappírs við frágang verkefna. 

Áhersla er  lögð á að nemendur læri nokkrar aðferðir við skyggingar á tvívíðum flötum, að skilja mun á fjarvídd með einum og tveimur hvarfpunktum og nota tæknina við eigin verkefnavinnu. Ennfremur læra nemendur að átta sig á hvernig form og grátónar geta unnið saman og styrkt hvort annað eða hið gagnstæða, sem og að þekkja til sameiginlegra þátta hönnunar og myndlistar. 

Námsmat byggir á námsmöppu (portfolio) og leiðsagnarmati. Nemendur skila verkefnum sem þeir fá leiðsagnarmat fyrir áður en næsta verkefni er skilað. Verkefnin safnast ásamt öðru í námsmöppu og vægi skilaverkefna er 100%.

Námskeiðið er á BS stigi og metið til 2 ECTS eininga. Kennsla hefst þriðjudaginn 20. ágúst og lýkur þriðjudaginn 1. október. Stundaskrá má nálgast hér.

Nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LBHÍ sækja sama námskeið og nemendur sem skráðir eru í BS nám í Landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Kennari er Helena Guttormsdóttir lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Tími: Kennsla hefst formlega 20. ágúst og henni lýkur 1. október.

Verð: 44.000 kr. 

– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið á háskólastigi –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.