Húsgagnagerð II

Almennar upplýsingar um námið

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeið þetta er framhald námskeiðsins Húsgagnagerð úr skógarefni I sem hefur verið kennt í frá árinu 2009 og notið mikilla vinsælda.

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem sótt hafa námskeiðið Húsgagnagerð I hjá LbhÍ og hafa kynnt sér viðkomandi tálgutækni, „þurrt í blautt“ samsetningar á kolli, bekk og tréhamri og notað yddara, borvélar, afberkingaráhöld, axir, klippur og sagir við húsgagnagerðina og í skógarvinnu.

Á námskeiðinu:

  • Hanna þátttakendur og vinna frummyndir úr greinaefni.
  • Rifjað upp verklag og notkun áhalda frá fyrra námskeiði og byggt ofan á þá reynslu
  • Læra þátttakendur að sækja sér efni í skóg til að útbúa greinahaldara, dýr og húsgögn
  • Fjallað um umhirðu og viðargæði trjágróðurs
  • Fallað eiginleika og galla einstakra íslenskra viðartegunda
  • Fjallað um yfirborðsmeðhöndlun, viðarvörn inni og útihúsgagna
  • Fræðsluefni skoðað sérstaklega hjá netmiðlum og víðar.

Öll verkfæri og efni eru til staðar. Þátttakendur þurfa að vera í vinnufatnaði á námskeiðinu og taka með fatnað til útiveru. Allir fara heim með afrakstur námskeiðsins.

Kennsla: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktarinnar og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir.

Tími: Fös. 17. apríl, kl. 16:00-19:00 og lau. 18. apríl, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Námskeiðið frestast um óákveðinn tíma vegna stöðu mála á landinu í tengslum við COVID-19

Verð: 35.500 kr. (kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)

Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám. 

Skráning til 7. apríl.

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.