Járningar og hófhirðing

Umsókn

Freyfaxi á Egilsstöðum
28.-29. október

.Vönduð hófhirða og járning skipta miklu máli fyrir heilbrigði, velferð og endingu hesta. Á námskeiðinu er fjallað um líffærafræði neðri hluta fótar með áherslu á uppbyggingu hófsins, eðli hans og hirðingu. Farið er í gegnum mikilvægi réttrar hófhirðu við uppeldi hrossa og umhirðu stóð- og unghrossa, skeifur og verkfæri til járninga, auk þess sem þátttakendur frá undirstöðuþjálfun við járningar.

Þátttakendur læra m.a. að:
– Þekkja uppbyggingu neðri hluta fótar og hófs og geta gert grein fyrir helstu beinum og sinum og skilja virkni þeirra
– Skilja og geta gert grein fyrir eðli og starfsemi hófsins og hvers vegna almenn hófhirða er mikilvæg
– Skilja mikilvægi réttrar fótstöðu og geta útskýrt hófhirðu í samræmi við það
– Þekkja helstu járningarverkfræði og kunna að nota þau við járningar
– Skilja áhrif mismunandi fótstöðu og járninga á hreyfingar og ganglag

Um er að ræða tveggja daga námskeið í járningu og hófhirðu hrossa með Gunnari Halldórssyni járningameistara.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og haldið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri helgina 7. og 8. október. Verklegi hlutinn fer fram í glæsilegri reiðhöll háskólans á Mið-Fossum sem er í 5 mínútna
akstursfjarlægð frá Hvanneyri.

Á laugardeginum er fræðileg kennsla á Hvanneyri fyrir hádegi og í hádeginu snæða þátttakendur saman í mötuneyti skólans. Eftir hádegi er verkleg sýnikennsla í reiðhöllinni á Mið-Fossum. Á sunnudegi er nemendum skipt í 3 hópa, 4-5 í hverjum hóp. Hver hópur fær þriggja klukkustunda þjálfun í járningu og hófhirðu undir dyggri handleiðslu Gunnars Halldórssonar. 

Mikilvægt er að koma með hest til járningar. 

Hámarksfjöldi er 15 manns.

Þau sem eiga járningaverkfæri eða hafa tök á að fá verkfæri að láni eru hvött til að taka þau með á námskeiðið –

Kennari: Gunnar Halldórsson járningameistari

Staður: Reiðhöllinni hjá Freyfaxa á Egilsstöðum lau. 28. kl. 9-16 og sun. 29. okt. kl. 9-16

Verð: 49.000 kr. Innifalið í verði er kennsla, verkfæri fyrir þá sem þurfa, hádegisverður á laugardeginum og kaffiveitingar báða daga

– Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið eða nám – 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.