Ræktun jólatrjáa við ólíkar aðstæður

Almennar upplýsingar um námið

Mikil þróun og vöxtur hefur verið í skógrækt hér á landi og þar á meðal í ræktun á jólatrjám. Ræktendur jólatrjáa þurfa að huga vel að því að velja til ræktunar jólatré sem henta aðstæðum á landi þeirra sem og að velja þá ræktunaraðferð sem hentar á hverjum stað.

Á námskeiðinu munu reyndir skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni fjalla um þá reynslu sem orðin er til hér á landi í ræktun jólatrjáa. Skoðaðar verða tilraunaniðurstöður í ræktun jólatrjáa hér á landi og kynnt hvernig ræktun er undirbúin með tilliti til ólíkra aðstæðna. 

Þátttakendur læra hvaða trjátegundir er helst verið að rækta á Íslandi og fá góða innsýn í hvernig standa skuli að umhirðu ræktunarinnar til að fá sem besta nýtingu. Jafnframt eru tekin dæmi um hvernig Danir standa að sinni jólatrjáaræktun og farið í vettvangsferð.

Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Grænni skógar I sem einingabært nám á framhaldskólastigi á vegum Endurmenntunar LbhÍ

Kennsla: Hallur Björgvinsson og Jón Þór Birgisson skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni.

Tími: Fös. 5. nóv, kl. 16:00-19:00 og lau. 6. nóv, kl. 09:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.

Verð: 39.000 kr. (innifalið í verði er kennsla, námskeiðsgögn, kaffi og hádegismatur)

Hagnýtar upplýsingar: Við minnum á að flest stéttarfélög styðja vel við félagsmenn sína í að sækja nám og námskeið. 

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.