Umsókn
Hér á landi fellur gríðarlegt magn af lífrænum úrgang sem nýta má sem næringarefni. Á námskeiðinu er farið í grunnatriði og meginstefnur í meðhöndlun lífræns úrgangs, bæði hér á landi og erlendis. Þróun í meðhöndlun lífræns úrgangs er skoðuð, fjallað um lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök, mismunandi leiðir og útfærslur við meðhöndlun úrgangs, umhverfis- og samfélagsleg áhrif sem og samlegðaráhrif aðgerða við nýtingu úrgangs. Farið er í skoðunarferð til nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi ef aðstæður leyfa.
Markmið námskeiðsins er að leggja áherslu á heildræna nálgun í meðhöndlun úrgangs og þá sérstaklega með tilliti til lífræns úrgangs og hvaða aðilar koma að málum. Þátttakendur fræðast um þann orkusparnað sem getur orðið við endurvinnslu úrgangs í hringrásarhagkerfi og nýjar leiðir sem hafa verið að þróast við meðhöndlun lífræns úrgangs.
FJALLAÐ ER UM
– Undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs
– Lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök
– Mismunandi leiðir til meðhöndlunar úrgangs
– Umhverfis- og samfélagsáhrif
– Samvinnu í efnis- og vörukeðjum
– Tengsl úrgangs og orkumála
– Hringrásarhagkerfið hér á landi og erlendis
FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar öllum sem vilja dýpka þekkingu sína og skilning á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í meðhöndlun á lífrænum úrgangi og því hvernig einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir lagt sitt af mörkum við að loka hringrás lífrænna (úrgangs)efna, auka nýtni næringarefna m.a. sem áburð í landbúnaði og draga úr útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Engar forkröfur.
NÁMSMAT
100% heimapróf
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Um er að ræða 4 vikna námskeið sem kennt er á Teams og hefst miðvikudaginn 19. mars. Gert er ráð fyrir einni staðarlotu (heimsókn í Sorpu) í lokaviku námskeiðs 12.-15. apríl. Hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrum á kennsluvef skólans og þeir aðgengilegir nemendum meðan á námskeiðinu stendur.
KENNARI
Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur og stundakennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
VERÐ
44.000 kr.
– Við vekjum athygli á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590