Almennar upplýsingar um námið
Fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs, bæði erlendis og á Íslandi.
Farið er yfir grunnatriði í meðhöndlun úrgangs. Fjallað er um þróun í meðhöndlun úrgangs, lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök, mismunandi leiðir og útfærslur til meðhöndlunar úrgangs sem og umhverfis- og samfélagsáhrif sem og samlegðaráhrif aðgerða.
Lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðhöndlun úrgangs og þá sérstaklega m.t.t. lífræns úrgangs og lagðar verða tengingar við aðila sem koma að málum. Fjallað verður um samvinnu í efnis- og vörukeðjum með því að markmiði að loka efnahringrás og koma þannig í veg fyrir að úrgangur myndist yfir höfuð.
Farið verður inn í tengsl úrgangs- og orkumála, s.s. orkusparnaður sem getur orðið við hágæða endurvinnslu úrgangs í hringrásarhagkerfi sem og nýjar leiðir sem hafa verið að þróast við að meðhöndla lífrænan úrgang í hringrásarhagkerfi, bæði hérlendis og erlendis. Þessi nýja nálgun gæti haft í för með sér víðtæk áhrif í nánustu framtíð á vinnsluaðferðir í efnahagslífinu, og þá sérstaklega í landbúnaði. Dæmi sem má nefna í þessu samhengi eru gas- og jarðgerð, hauggerjun (Bokashi), nýting verðmætra efna í lífrænum úrgangi (t.d. PHA og PLA fyrir bioplastframleiðslu, plöntutrefjum og bioceuticals (e. Biobased Economy) , svæld brennsla (orku- og biochar framleiðsla og notkun (e. Pyrolysis)
Farið verður í skoðunarferð til nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi ef aðstæður leyfa í þjóðfélaginu.
Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs. Námskeiðið er á BS/BA stigi, má meta til 2 ECTS eininga og kennsla fer fram á íslensku.
Kennsla: Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins
Tími: Ekki er komin ný dagsetning
Verð:
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Reykir - 816 Ölfus
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
