Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár
og færri komist að en vilja.

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.

Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:

– Ýmsar gróðurhúsagerðir –
– Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni –
– Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa –
– Mismunandi frágangur gólfs –
– Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf –
– Sáning og uppeldi –
– Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda –
– Meindýr, sjúkdómar og varnir –
– Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda –
– Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best –
– Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur –

Þátttakendur fá einnig verklega æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun, og að loknu námskeiðinu fá allir      plöntur í potti með sér heim.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns.

Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá LbhÍ.

Námskeið II: Lau. 19. mars kl. 9.00 – 15.00

Námskeið I: Lau. 12. mars kl. 9.00 – 15. 00 

Staður: Hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi

Verð: 33.000 kr. (Námskeiðsgögn, kaffi, hádegismatur og pottur með plöntu innifalið í verði)

Hagnýtar upplýsingarFlest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

Umsókn

– Námskeið II – 19. mars –

Umsókn

– Námskeið I – 12. mars –

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.