Matvælamarkaðurinn og þróunin á neytendamarkaði

Haldið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og Bændasamtök Íslands

Námskeið fyrir bændur, matvælaframleiðendur, smásöluaðila, og alla þá sem hafa áhuga á íslenskri matvælaframleiðslu og þróuninni á neytendamarkaði á Íslandi. 

Fjallað verður um uppbyggingu matvælamarkaðarins hér á landi, hverjir séu helstu aðilarnir á markaðinum
og hvað það sé sem helst einkennir þá. Þátttakendur fái einnig góða innsýn í ólíkar söluleiðir,
kosti þeirra og galla og hvað beri að hafa í huga þegar þær eru notaðar.

Einnig verður fjallað um þá þróun sem átt hefur sér stað á neytendamarkaði undanfarinn áratug, meðal annars það sem tengist helstu vottunum og upprunamerkingu matvæla, tækifærum sem felast í betri merkingum matvæla, áherslu á umhverfisvernd, dýravelferð og sjálfbærni.

Þátttakendur fá einnig innsýn í matarhefðir og svæðisbundna matargerð, hvað matarhandverk er, hver helstu verðmæti matarhandverks eru og aðgreining þess með sérstöku vottunarmerki.

Oddný Anna Björnsdóttir er leiðbeinandi námskeiðsins. Hún er með víðtæka stjórnunarreynslu og hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla og landbúnaðar í hálfan áratug, rekur opna býlið Geislar Gautavík og er framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, sjá nánar hér.

Gestafyrirlesarar eru Hildur Harðardóttir sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Sveinbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Me&Mu og Sævar Már Þórisson framkvæmdastjóri vörusviðs Heimkaupa.

Tími: Þriðjudagurinn 23. nóvember, kl. 9.00-12.40 á Teams

Fjarfundur: Þátttakendur fá sendan hlekk deginum áður, eða 20. september, og geta tengt sig beint inn á fundinn að morgni 21. september án þess að vera með Teams

Verð: 24.000 kr. 

Nánari dagskrá hér fyrir neðan

Umsókn

Dagskrá 

9:00-09:50        Uppbygging matvælamarkaðarins – Oddný Anna Björnsdóttir
10:00-10:50         Þróunin á neytendamarkaði og matarhandverk – Oddný Anna Björnsdóttir
11:00-11:20         Sérstaða Krónunnar og samtalið við viðskiptavininn – Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir
11:25-11:45           Þróunin og tækifæri í sölu á netinu fyrir íslenska framleiðendur – Sævar Már Þórissson
11:50-12:10         “Hægt og bítandi” – góðir hlutir gerast hægt – Sveinbjörg Jónsdóttir
12:15-12:35           Umhverfismál selja – Hildur Harðardóttir
12:35-12:40         Lokaorð – Oddný Anna Björndóttir

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.

 - Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -

Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.

Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.

Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.

Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.  

Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.

Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.

Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!

Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi

Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði

Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds

Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð

Keldnaholt - 112 Reykjavík

Sími 433-5000

Kt. 411204-3590