Almennar upplýsingar um námið
Oft hefur verið sagt að Íslands sé ríkt af náttúruauðlindum. Í þessu námskeiði verður reynt að fara heildstætt yfir það hvaða náttúruauðlindum Ísland býr yfir og hver er ástæðan fyrir þessum auðlindum. Ekki verður tekin afstaða til einstakra virkjanaframkvæmda eða efnisnámustaða.
Farið verður almennt yfir ýmsar jarðfræðilegar forsendur fyrir vatnsaflsvirkjunum, jarðhitavirkjunum, nýtingu vindorku og ýmsir orkuöflunarkostir skoðaðir, svo sem hugsanlegar sjávarfallavirkjanir og nýting orku sem verður til við efnahvörf. Farið verður yfir framkvæmdaþátt hinna ýmsu virkjana, allt frá jarðkönnunum og mati á umhverfisáhrifum til endanlegrar fullbúinnar virkjunar og hvaða jarðfræðilegu þættir þurfa að vera til staðar við mismunandi virkjanir.
Farið verður almennt yfir nýtanleg jarðefni á Íslandi. Hvernig eru þessi jarðefni unnin og meðhöndluð og hvernig er best að stuðla að sem skynsamlegastri nýtingu þeirra og sem bestri umgengni um þá auðlind.
Lykilatriði: Við eigum orku og jarðefni í ýmsum myndum, Viljum við nýta þessar náttúruaðlindir, og hvernig viljum við nýta þær með ábyrgum hætti ?
Kennsla: Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur og stundakennari hjá LBHÍ
Tími: Fim. 6. október kl. 14 – 17
Staður: Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík
Verð: 24.000 kr., boðið er upp á léttar kaffiveitingar
Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína
til að sækja nám og námskeið
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590