Fjölæringar, plöntuval og uppröðun í beð

– Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur – 

 Námskeiðið hentar bæði áhugafólki í garðyrkju, þeim sem eiga garða eða landskika sem og þeim sem starfa við garðyrkju og skrúðgarðyrkju.

Fjallað verður um helstu plöntutegundir fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Einnig verður fjallað um jarðveg og hvernig hann þarf að vera til að plöntur þrífist vel í honum og kennd útplöntun blóma og trjáplantna.

Farið verður yfir vaxtarskilyrði fjölærra plantna, sumarblóma og lauk- og hnýðisplantna og helstu útlitseinkenni viðkomandi tegunda, svo sem hæð, blómlit og blómgunartíma, birtu og jarðvegskröfur og aðra eiginleika.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Kennsla: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá LbhÍ

Tími: Laugardaginn 26. mars, kl. 9-15 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Verð:  33.000 kr. (Allur efniskostnaður, námsgögn, kaffi og hádegisverður er innifalinn í verði).

Hagnýtar upplýsingarFlest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

Umsagnir þátttakenda:

– Afar fróðlegt og skemmtilegt námskeið um fjölæringa – 
– Frábært námskeið fyrir alla sem eiga garða eða hafa áhuga á garðyrkju – 

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.