Reiðmaðurinn – framhaldsþjálfun

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið er sjálfstætt framhald fyrstu tveggja ára Reiðmannsins. Stefnan er að nemandinn öðlist aukna færni í því sem hann hefur áður lært og geti bætt sinn hest á enn markvissari hátt með hjálp æfinga og útsjónarsemi. Nemandinn öðlast meiri færni í markvissri notkun þeirra æfinga sem hafa hvað mest nytsamlegt gildi. Nemendur læra að setja upp þjálfunaráætlun og vinna út frá henni. Kynnt verða fyrir nemendum mismunandi útfærslur af þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku og unnið út frá þeim. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og verður kennsla miðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags. Á föstudögum er kennt frá ca. kl. 14:00-20:00 og á laugardögum og sunnudögum frá ca. kl. 8:00-17:00

Á fyrstu helgi er gerð ítarleg úttekt á knapa og hesti. Eftir fyrstu helgi setur knapinn upp markmið vetrarins og þjálfunaráætlun út frá henni. Þjálfunaráætlunin er byggð á bóklegu efni um þjálfunarstig og liggur til grundvallar lokaúttektar á knapa og hesti. Kennslan verður einstaklingsmiðuð út frá markmiðum hvers og eins.

Þátttökuskilyrði eru að hafa lokið fyrstu tveimur árum Reiðmannsins eða knapamerki 5.

Fyrirhugað er að fara af stað með næstu hópa haustið 2021.

Verð: 149.000 kr (Innifalið í verði er öll kennsla og aðstaða í reiðhöll. Matur og gisting er ekki innfalin í verði né hesthúsapláss fyrir hest)

Umsókn

Kennsla í Mosfellsbæ: Halldór Guðjónsson reiðkennari.

Tími: 25.-27. sept, 16.-18. okt, 13.-15. nóv, 27.-29. nóv og 15.-17. jan 2021 (135 kennslustundir) í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.

Umsókn

Kennsla í Kópavogi: Snorri Dal reiðkennari.

Tími: 18.-20. sept, 9.-11. okt, 30. okt-1. nóv, 20.-22. nóv og 11.-13. des (135 kennslustundir) í reiðhöll Spretts í Kópavogi.

Umsókn

Kennsla í Hafnarfirði: Atli Guðmundsson reiðkennari.

Tími: 18.-20. sept, 9.-11. okt, 30. okt-1. nóv, 27.-29. nóv og 11.-13. des (135 kennslustundir) í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði.

Umsókn

Kennsla á Selfossi: Sigríður Pjetursdóttir reiðkennari.

Tími: 16.-18. okt, 6.-8. nóv, 27.-29. nóv, 22-24. jan 2021 og 19.-21. feb 2021 (135 kennslustundir) í reiðhöll Sleipnis á Selfossi.

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.