Almennar upplýsingar um námið
Námskeiðið er ætlað keppnisknöpum og fá nemendur innsýn í það hvernig hugaþjálfun hjálpar knapanum við að setja sér markmið, ná stjórn á aðstæðum, skipuleggja sig á keppnisstað og keppnisdegi og hvernig þjálfun leiðir til árangurs. Fjallað verður meðal annars um mikilvægi markmiðasetningar, samskipti þjálfara og iðkanda, hvernig á að “hafa augun á boltanum” og búa til réttu stemninguna.
Námskeiðið fer fram í fjarkennsluforritinu TEAMS, sem er einfalt og notendavænt kerfi. Þátttakendur námskeiðsins sjá kennarann, glærur og töflu sem og aðra þátttakendur og geta spurt spurninga og tekið þátt í umræðum og spjalli undir stjórn kennarans. Athugið að námskeiðið fer einungis fram í rauntíma.
Það eina sem þú þurfið að hafa til taks fyrir námskeiðið er tölva, spjaldtölva eða sími ásamt hljóðnema. Flestar tölvur eru með vefmyndavél sem við hvetjum fólk að hafa kveikt á svo við sjáum hvert annað því þá skapast skemmtilegri stemming og samræður verða líflegri.
Gott er að vera komin inn á fundinn 2-3 mín áður, til að hægt sé að byrja á réttum tíma.
Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt góðum leiðbeiningum um þátttöku í gegnum TEAMS. Ekki er nauðsynlegt að hlaða TEAMS forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.
Kennsla: Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tími: 12. maí 2021 kl. 18-21
Staður: Fjarfundur á Teams
Verð: 12.000 kr.
20% afsláttur fyrir þá sem skrá sig einnig á námskeiðið Reiðmennska í huganum fyrir hestamenn fyrir 30. apríl nk.
Markmiðssetning
- Hvað er markmið? SMART módelið
- Hvaða markmið passar mér?
- Leiðin að markmiðinu
Stjórn á aðstæðum
- Búa til „rétta stemningu“
- Hugarástandsstjórn (trigger)
- Líkamstjáning
- Mantra og jákvætt sjálfstal
- TEAM
Skipulag á keppnisstað og keppnisdagurinn
- Aðstæður
- Upphitun
- “Augun á boltanum”
Þjálfun og uppbygging til árangurs
- Samskipti þjálfara og iðkanda
- Þjálfun á milli reiðtíma
Umsókn
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.
- Haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands -
Mikill áhugi hefur verið á fjárhundanámskeiðum sem Endurmenntun LBHÍ hefur haldið í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands, og hafa færri komist að en vilja.
Næsta námskeið verður haldið í reiðhöll LBHÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og eru tvö, tveggja daga námskeið í boði:
- Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
- Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur,
8 til 9 nemendur með hundi og 5 nemendur án hunds.
Í ljósi sögunnar og þróunar búsetu um hinar dreifðu sveitir landsins blasir við að fólki til sveita fækkar og smalamennska verður erfiðari af þeim sökum. Því hafa góðir smalar með vel þjálfaða hunda aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Námskeið þetta er því góð viðleitni við að undirbúa menn fyrir þessa breyttu tíma og auka sérhæfingu á þessu sviði.
Kennari á námskeiðinu er Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi sem kemur frá Noregi. Hann er búinn að vera með smalahund frá árinu 1987 og er talinn einn af fjórum fremstu fjárhundatamningamönnum Noregs.
Jo Agnar hefur verið í norska landsliðinu frá 2006 og er formaður Hedmark Gjeterhundlag sem er deild innan norsku sauðfjár- og geitfjársamtaka Noregs.
Um er að ræða námskeið þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru í hávegum höfð. Á námskeiðinu mun Paddy Fanning kenna aðferðafræðina við að temja fjárhunda. Uppbygging námskeiðsins er 80% verkleg þjálfun sem fram fer í reiðhöllinni og úti við ef aðstæður leyfa. Þá er 20% bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur.
Hundar verða að vera byrjaðir í tamningu með kindum og kunna að hlýða frumskipunum til að námskeiðið nýtist.
Í boði er að sitja námskeiðið án hunds gegn vægara gjaldi!
Kennari: Jo Agnar Hansen sauðfjárbóndi og fjárhundatemjari frá Noregi
Staður: Reiðhöllinni á Mið-Fossum í Borgarfirði
Tími: Fyrra námskeiðið er lau. 24. feb. og sun. 25. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Seinna námskeiðið er mán. 26. feb. og þri. 27. feb. kl. 9-17: Með eða án hunds
Verð með hundi: 60.000 kr. - innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi
Verð án hunds: 30.000 kr. - innifalið í verði er að horfa á kennsluna, hádegisverður og kaffi
Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Keldnaholt - 112 Reykjavík
Sími 433-5000
Kt. 411204-3590
