Reiðmennska - grunnþjálfun

Almennar upplýsingar um námið

Námskeiðið er á fyrirlestrarformi og er opið öllum áhugasömum reiðmönnum sem vilja sækja sér innblástur varðandi eigin reiðmennsku og um leið að eflast í því sem snýr að fræðum reiðmennskunnar og almennrar reiðlistar.

Fjallað verður um ábendingar og samspil þeirra, helstu æfingar við þjálfun hests og knapa og áhrif þeirra á líkamsbeitingu hests.

Námskeiðið byggir á námsefni og gildum Reiðmannsins sem er nám ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur.

Kennsla: Hinrik Sigurðsson reiðkennari og umsjónarmaður Reiðmannsins hjá LbhÍ.

Tími:

Verð:

Umsókn

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands býr yfir sterkum og góðum tengslum við atvinnulífið og landsbyggðina sem er jafnframt grunnur að góðri og öflugri endurmenntunardeild við skólann. Endurmenntun LbhÍ þjónar því flestum starfandi einstaklingum á sviði umhverfistengdra málefna í þjóðfélaginu.